Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
FréttirNefnd um eftirlit með lögreglu hefur komist að þeirri niðurstöðu að ónefndur maður eigi rétt á afsökunarbeiðni og jafnvel bótum eftir að hann var handtekinn á heimili sínu í Hafnafirði í aðgerðum á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem sá um handtökuna. Upp úr krafsinu kom að maðurinn var ekki skráður Lesa meira
Sérsveitin send inn í ranga íbúð
FréttirÍ apríl síðastliðnum kom upp atvik sem fólst í því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór íbúðavillt en það endaði með því að sérsveit ríkislögreglustjóra var send inn í íbúðina. Fór sveitin inn í íbúðina með skjöld og piparúða og skipaði húsráðanda að leggjast í gólfið. Segir nefnd um eftirlit með lögreglu að húsráðandi eigi inni Lesa meira
Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting
FréttirMeðal ákvarðana nefndar um eftirlit með lögreglu sem birtar voru nýlega er mál sem snýr að kvörtun sem snýr að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Snerist kvörtunin um húsleit án heimildar og óhóflega valdbeitingu. Héraðssaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að það væri rétt hjá þeim sem kvartaði að lögreglan hefði leitað á heimili viðkomandi án heimildar og Lesa meira
Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
FréttirKarlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir eignaspjöll með því að hafa brotið rúðu í lögreglubíl en til þess notaði maðurinn sitt eigið höfuð. Atvikið átti sér stað undir lok ársins 2023. Lögreglubíllinn var kyrrstæður í Hafnarstræti í Reykjavík. Maðurinn skallaði ítrekað hægri hliðarrúðu bílsins, farþegamegin að aftan, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Lesa meira
Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikahröppum sem þykjast vera að safna peningum fyrir Félag heyrnarlausra og ganga jafnvel svo langt að látast sjálfir vera heyrnarlausir. Í tilkynningu frá embættinu kemur fram að umræddir aðilar hafi verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra. Um sé að Lesa meira
Franska konan sem grunuð er um morð á hóteli í Reykjavík látin laus og úrskurðuð í farbann
FréttirFrönsk kona sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í miðborg Reykjavíkur fyrr í sumar hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi en úrskurðuð í farbann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að ákveðið hafi verið að fara fram á farbann yfir konunni eftir að Landsréttur hafnaði því að framlengja Lesa meira
Bíræfinn íslenskur svikahrappur fór heim til eldri borgara og þóttist vera frá Microsoft
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu að íslenskur karlmaður hafi farið nýlega á heimili eldri borgara í umdæmi hennar og þóst vera starfsmaður Microsoft. Þannig hafi honum tekist að hafa umtalsverða fjármuni af fólkinu. Í tilkynningunni segir að málið sé rannsakað sem fjársvikamál. Maðurinn hafi sagt við eldri borgaranna að hann væri starfsmaður Lesa meira
Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr bifreiðinni að framanverðu“
FréttirNóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en meðal verkefna hennar var að aðstoða eiganda Teslu-bifreiðar að bjarga ketti sem var fastur í bifreiðinni. Í dagbók lögreglunnar segir að málið hafi komið til kasta lögreglustöðvar 1 sem sér um löggæsluví austurbæ, miðbæ, og vesturbæ Reykjavíkur auk Seljarnarness. Meðal annarra verkefna var að Lesa meira
Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
FréttirÍslendingar hafa löngum kvartað yfir skorti á sólarljósi á Íslandi og líta eflaust margir hverjir þannig á að ekki þurfi að gera neinar sérstakar varúðarráðstafanir vegna sólarinnar hér á landi. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarvæðinu kemur hins vegar fram að það sé ekki alls kostar rétt og rakin eru nýleg dæmi um elda sem Lesa meira
Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag krefjast þess að gæsluvarðhald yfir karlmanninum sem grunaður er um kynferðisbrot gegn að minnsta kosti einu barni, í starfi sínu á Leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, verði framlengt. Þetta kemur fram í tilkynningu. Vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum á að renna út í dag. Segir í tilkynningunni að rannsókn málsins Lesa meira
