fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Þeim sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni verður hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum, segir ráðherra

Þeim sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni verður hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum, segir ráðherra

Pressan
02.12.2020

Nadhim Zahawi, ráðherra bólusetninga í Bretlandi, segir að þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum. Til dæmis geti svo farið að sjúkrahús muni krefjast staðfestingar á að fólk hafi verið bólusett áður en það fær aðgang að þeim. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Zahawi telji það Lesa meira

Bretar segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik

Bretar segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik

Pressan
01.12.2020

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar hafi náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik. „Við höfum náð stjórn á þessari veiru á nýjan leik,“ sagði ráðherrann. Bretar eru nú að undirbúa sig undir að slaka aðeins á þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til að undanförnu í baráttunni við faraldurinn. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist í gær Lesa meira

Reynt verður að láta bólusetningu ganga hratt fyrir sig – „Kannski tveggja til þriggja vikna verkefni“

Reynt verður að láta bólusetningu ganga hratt fyrir sig – „Kannski tveggja til þriggja vikna verkefni“

Fréttir
30.11.2020

Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er þessa dagana verið að íhuga hvernig verður best staðið að bólusetningum gegn kórónuveirunni. Á næstunni funda stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hvernig best verður staðið að bólusetningu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Ef allt gengur að óskum koma fyrstu skammtar af bóluefni til landsins á næstu Lesa meira

Útgöngubann í San Francisco og fleiri sóttvarnaráðstafanir

Útgöngubann í San Francisco og fleiri sóttvarnaráðstafanir

Pressan
30.11.2020

Borgaryfirvöld í San Francisco feta nú í fótspor borgaryfirvalda í Los Angeles og herða sóttvarnaráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í dag taka nýjar reglur gildi sem kveða meðal annars á um útgöngubann. London Breed, borgarstjóri, tilkynnti þetta á laugardaginn. Útgöngubannið þýðir að á milli klukkan 22 og 05 verða öll fyrirtækin, sem ekki eru með rekstur sem telst ómissandi, að vera lokuð. Á sama Lesa meira

Tvíbent jólagjöf Boris Johnson til bresku þjóðarinnar – Gæti verið Trójuhestur

Tvíbent jólagjöf Boris Johnson til bresku þjóðarinnar – Gæti verið Trójuhestur

Pressan
30.11.2020

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum, vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, um jólin. Þá mega fjölskyldur hittast í fimm daga. En þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir útbreiðslu veirunnar að mati sérfræðinga bresku ríkisstjórnarinnar. Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið víða um Evrópu á undanförnum vikum og er Bretland þar engin undantekning. Yfirvöld í Lesa meira

Vilja að fólk í mikilli yfirþyngd njóti forgangs við bólusetningar gegn kórónuveirunni

Vilja að fólk í mikilli yfirþyngd njóti forgangs við bólusetningar gegn kórónuveirunni

Pressan
29.11.2020

Það að vera í yfirþyngd hefur í för með sér að fólk er líklegra en ella til að smitast og veikjast illa af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Af þessum sökum telja norsk heilbrigðisyfirvöld að fólk í mikilli yfirþyngd eigi að vera meðal þeirra fyrstu sem fá bóluefni gegn kórónuveirunni. NRK skýrir frá þessu. Ljóst er að ekki Lesa meira

WHO reiknar með næstum eðlilegum heimi 2021

WHO reiknar með næstum eðlilegum heimi 2021

Pressan
27.11.2020

Jólin í ár verða að öllum líkindum ekki eins og fólk á að venjast og vill hafa þau að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. En stofnunin horfir bjartsýn á næsta ár og segir mjög góðar líkur á að einhvern tímann á árinu 2021 verði ástandið í heiminum nærri því að líkjast því sem það var fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar, Lesa meira

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Pressan
27.11.2020

Á miðvikudaginn létust rúmlega 2.400 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta er nýtt met hvað varðar fjölda látinna á einum sólarhring. Tölur frá Johns Hopkins háskólanum sýna að 2.439 dauðsföll voru skráð. Þar með komst heildartala látinna upp í 262.080. Sama daga greindust rúmlega 200.000 manns með smit. Óttast margir að gærdagurinn, en þá var þakkargjörðarhátíðin, muni verða Lesa meira

Hefur áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar – „Þetta er hugsanlega móðir allra ofursmitaatburða“

Hefur áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar – „Þetta er hugsanlega móðir allra ofursmitaatburða“

Pressan
27.11.2020

Í gær héldu Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíðina hátíðlega. Það er hefð í tengslum við þessa hátíð að fólk hitti ættingja sína og fagni hátíðinni með þeim. Margir þurfa að ferðast langar leiðir til að komast til ættingja sinna og yfirleitt er því mikið að gera í flugi í tengslum við hátíðina. Enn aðrir ferðast með rútum eða Lesa meira

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Fréttir
26.11.2020

Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að stjórnvöld nýti þá reynslu, sem hefur fengist í baráttunni við kórónuveiruna, til að útbúa skýran ramma um aðgerðir næstu mánaða. Það sé tímabært að draga úr óvissu. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það er kominn tími til að draga markvisst úr þessari langvarandi óvissu og setja fram skýra áætlun Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af