Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa
PressanWalesverjinn Brian Robson þjáðist af heimþrá þegar hann dvaldi í Ástralíu 1965. Hann átti ekki fyrir flugmiða heim og því voru góð ráð dýr. En hann taldi sig hafa fundið lausnina á þessu. Hann tróð sér einfaldlega ofan í kassa og lét senda hann sem frakt með flugi. En ævintýrið fór ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Lesa meira
Fyrst voru það flóð – Nú bætist áttfættur hryllingur við
PressanGríðarlega mikil úrkoma hefur verið í New South Wales í Ástralíu að undanförnu og hefur þurft að flytja mörg þúsund manns frá heimilum sínum. Segja má að allt sé á floti víða í ríkinu og nú bætist enn ofan á hremmingarnar því yfirvöld hafa varað íbúana við áttfættum hryllingi sem er á leið inn á heimili þeirra. Yfirvöld hafa Lesa meira
„Þú kemst ekki undan óþefnum“ – Músaplága af áður óþekktri stærðargráðu
PressanÞurrkar, eldar, heimsfaraldur kórónuveirunnar og mýs. Þetta er það sem íbúar í strjálbýli í New South Wales í Ástralíu þurfa að glíma við þessa mánuðina. Músaplágan er af áður óþekktri stærðargráðu og minnir að sögn einna helst á eitthvað sem er skrifað um í bókum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian þá berjast íbúar margra bæja í strjálbýlinu í ríkinu við mýs og rottur. Lesa meira
Rekinn út af einni pitsusneið – Fær 27 milljónir í bætur
PressanDaginn áður en leggja átti starf hins ástralska Greg Sherry hjá Toyota niður árið 2018 var hann rekinn. Ástæðan var að fyrirtækið taldi hann hafa brotið gegn reglum þess. Málið endaði fyrir dómi og á föstudaginn hafði Greg betur og verður Toyota að greiða honum sem nemur um 27 milljónum íslenskra króna í bætur. News.com.au skýrir frá þessu. Fram kemur að málið snúist um síðustu Lesa meira
Ítalir stöðvuðu bóluefnasendingu frá AstraZeneca sem átti að fara til Ástralíu
PressanÍtölsk yfirvöld stöðvuðu í gær sendingu á 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Ástralíu. Þetta var gert með samþykki Evrópusambandsins. Ástæðan fyrir þessu er að AstraZeneca hefur að mati ESB ekki staðið við afhendingu á því magni bóluefnis sem búið var að semja um. Í janúar kom ESB upp kerfi sem gerir aðildarríkjunum kleift að fylgjast með Lesa meira
Notar bakstursofninn væntanlega ekki í bráð
PressanÞað er auðvitað bráðnauðsynlegt að vera með góðan bakstursofn í eldhúsinu, bæði til að baka og til að töfra fram margvíslegt ljúfmeti. En hin ástralska Imogen Moore mun væntanlega ekki nota ofninn sinn alveg á næstunni eftir nýlega lífsreynslu. Eins og sést hér fyrir neðan þá hafði stór könguló gert sig heimakomna á ofninum og með henni heill Lesa meira
Ólympíumeistari handtekinn – Grunaður um að stýra stórum fíkniefnahring
PressanÁstralski sundmaðurinn Scott Miller vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 1996. En hann virðist hafa snúið sér að óheilnæmu starfi að sundferlinum loknum því hann var nýlega handtekinn en hann er grunaður um að vera leiðtogi fíkniefnahrings. Samkvæmt frétt dpa þá er Miller grunaður um að hafa ætlað að smygla miklu magni af amfetamíni frá Sydney til annarra svæða í New South Wales. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki skýrt frá Lesa meira
Ráðgátan um Sandy Island
PressanSagan um Sandy Island er ein stór ráðgáta. Allt fram til 2012 var hægt að finna eyjuna á sjókortum en hún var sögð vera á 19°15′ S 159°55′ A. En þegar ástralskir vísindamenn sigldu til eyjunnar 2012 fundu þeir hana ekki, það var ekkert nema sjór. Maria Seton skildi þetta ekki, hnitin voru rétt, hún hefði átt að vera með fast land undir Lesa meira
Eitt smit varð til þess að gripið var til harðra sóttvarnaaðgerða í Perth
PressanÁ sunnudaginn var gripið til harðra sóttvarnaaðgerða í Perth í Ástralíu eftir að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með kórónuveiruna. Aðgerðirnar gilda í fimm daga og voru tilkynntar með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Maðurinn starfar á sóttkvíarhóteli þar sem fólk, sem er nýkomið til landsins og hefur greinst með veiruna, gistir til að koma í veg fyrir útbreiðslu hennar. Baráttan gegn veirunni hefur Lesa meira
Barátta hennar skilaði árangri – „Ég var 15 ára, hann var 58 ára“
Pressan„Hlustið á mig núna! Notið rödd mína með vaxandi fjölda radda sem ekki ætla að þegja,“ hrópaði Grace Tame, 26 ára, næstum á mánudaginn þegar hún var kjörin Ástrali ársins. Grace og önnur fórnarlömb nauðgana í Tasmaníu voru einmitt neydd til að þegja af því að lögin kváðu á um það. Þegar hún var 15 ára nauðgaði kennari í stúlknaskóla í Hobart, Lesa meira