fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Eitt smit varð til þess að gripið var til harðra sóttvarnaaðgerða í Perth

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var gripið til harðra sóttvarnaaðgerða í Perth í Ástralíu eftir að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með kórónuveiruna. Aðgerðirnar gilda í fimm daga og voru tilkynntar með nokkurra klukkustunda fyrirvara.

Maðurinn starfar á sóttkvíarhóteli þar sem fólk, sem er nýkomið til landsins og hefur greinst með veiruna, gistir til að koma í veg fyrir útbreiðslu hennar.

Baráttan gegn veirunni hefur gengið vel í Ástralíu og hafa landsmenn að miklu leyti snúið aftur til lífshátta eins og þeir voru fyrir heimsfaraldur. Umrætt smit er það fyrsta sem greindist í landinu í 14 daga. Öll önnur smit hafa greinst hjá fólki við komuna til landsins og hefur það verið sett í sóttkví á hótelum.

Frá og með sunnudegi til og með föstudags eru allir skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og líkamsræktarstöðvar í Perth lokaðar. Íbúar mega aðeins fara út af heimilum sínum ef þeir þurfa að versla í matinn, fara í apótek, til læknis eða á sjúkrahús og til að stunda líkamsrækt eða sinna störfum sem eru samfélagslega mikilvæg.

„Ég veit að þetta er mikið áfall fyrir marga íbúa í Vestur-Ástralíu. Við megum ekki gleyma hversu hratt þessi veira getur breiðst út og þeirri eyðileggingu sem hún skilur eftir sig,“ sagði Mark Mcgowan, forsætisráðherra Vestur-Ástralíu ríkis á fréttamannafundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig