fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stjarnan fær Baldur Loga frá FH – „Einstaklega glaður með að vera kominn í Stjörnuna“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 17:11

Baldur Logi fyrir utan Samsung völlinn í Garðabænum / Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Logi Guðlaugsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá uppeldisfélaginu sínu FH. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Baldur Logi er sóknarmaður sem er fæddur árið 2002 og hefur leikið fyrir FH allan sinn feril. Hann hefur spilað 55 leiki í efstu deild og skorað í þeim 4 mörk. Einnig á hann að baki 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, U16 & U17.

„Ég er einstaklega glaður með að vera kominn í Stjörnuna,“ segir Baldur Logi eftir að hafa skrifað undir samning við Stjörnuna. „Verkefnið sem blasir við er mjög spennandi og á sama tíma krefjandi. Ég er spenntur fyrir því að byrja og fyrir komandi sumri í Garðabænum.”

Þá er Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ánægður með að félaginu hafi tekist að klófesta leikmanninn.

„Við erum virkilega ánægðir með komu Baldurs Loga. Hann fellur vel inn í hópinn og það sem við erum að gera og styrkir okkur í stöðum þar sem við höfum verið þunnir. Við erum spenntir að vinna með honum og ná honum á fullt í stjörnu treyjunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona