fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
433Sport

Reiknar með að Ofurdeildarliðin verði rekin úr Meistaradeildinni fyrir helgi – Segir samninga leikmanna lausa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 06:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að knattspyrnuheimurinn nötri þessa dagana vegna ákvörðunar 12 evrópskra stórliða um að stofna Ofurdeild þar sem þau og átta önnur lið keppa. Miðað við viðbrögð stuðningsmanna liðanna og fólks í knattspyrnuheiminum er óhætt að segja að þessi ákvörðun liðanna hafi ekki vakið mikinn fögnuð. Flestir telja að þetta snúist eingöngu um græðgi, liðin vilji enn stærri hluta af kökunni og á móti muni minni lið fá minni peninga og eigi síður möguleika á að keppa á alþjóðavettvangi.

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur brugðist illa við þessu og óhætt er að segja að talsmenn þess hafi haft uppi stór orð og beinlínis hótað liðunum 12 hörðum viðbrögðum. Í gærkvöldi ræddi Jesper Møller, formaður Danska knattspyrnusambandsins og stjórnarmaður í framkvæmdanefnd UEFA, við fréttamann Danska ríkisútvarpsins um málið. Framkvæmdanefndin hafði þá setið á fundi vegna málsins.

Møller sagðist reikna með að á föstudaginn verði tilkynnt að liðunum 12 verði vikið úr Meistaradeild Evrópu. Þeirra á meðal eru Chelsea, Real Madrid og Manchester City en þessi lið eru komin í undanúrslit keppninnar ásamt Paris St. Germain

„Það verður haldin aukafundur í framkvæmdanefndinni á föstudaginn. Ég á von á að liðin 12 verði þá rekin úr keppnum,“ sagði Møller og átti þá við keppnir á vegum UEFA en það þýðir að Arsenal og Manchester United verða þá einnig rekin úr Evrópudeildinni en liðin eru komin í undanúrslit þar.

Hvað varðar leikmenn liðanna sagði Møller að hann telji þá geta yfirgefið liðin ef þeir vilja. „Ég tel að samningarnir falli sjálfkrafa úr gildi þegar félögin segja sig úr keppni (keppnum UEFA, innsk. blaðamanns). Þá eru leikmennirnir lausir allra mála og geta valið að leika fyrir félag sem er hluti af samstöðunni og félagsskapnum, píramídakerfinu okkar,“ sagði Møller.

Ef liðunum verður vikið úr keppnunum á föstudaginn má segja að sprengja verði sprengd undir stærstu keppni félagsliða í heiminum. „Félögin verða að hverfa úr keppni, sem ég á von á að gerist á föstudaginn, og síðan verður að skoða hvernig er hægt að ljúka keppni í Meistaradeildinni,“ sagði hann.

Reuters segir að Aleksander Ceferins, forseti UEFA, sé sömu skoðunar og Møller og vilji að liðin 12 verði rekin úr keppnum UEFA eins fljótt og hægt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli Kristjáns rekinn frá Esbjerg

Óli Kristjáns rekinn frá Esbjerg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Juventus hvorki í ítölsku deildinni né Meistaradeildinni næsta haust?

Juventus hvorki í ítölsku deildinni né Meistaradeildinni næsta haust?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt
433Sport
Í gær

Sjáðu knattspyrnustjörnu sturlast um helgina – Réðst á mann úti á götu

Sjáðu knattspyrnustjörnu sturlast um helgina – Réðst á mann úti á götu
433Sport
Í gær

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“
433Sport
Í gær

Þorvaldur um mál Rúnars og Sölva: „Ég hef meiri áhyggj­ur ef hann velti sér upp úr þessu“

Þorvaldur um mál Rúnars og Sölva: „Ég hef meiri áhyggj­ur ef hann velti sér upp úr þessu“
433Sport
Í gær

Sjáðu einkunnir úr stórleik FH og Vals

Sjáðu einkunnir úr stórleik FH og Vals