fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Stjóri Liverpool lofsyngur Ísland: „Til hamingju með að vera Íslendingur“

„Það er eins og rætur fótboltans og rætur alls í lífinu séu þarna“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 5. mars 2018 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er hrifinn af Íslandi og íslenska fótboltalandsliðinu ef marka má ummæli hans í samtali við Fótbolti.net í dag. Vonar hann að Íslendingar hampi heimsmeistaratitlinum í Rússlandi í sumar.

Blaðamaður vefmiðilsins sat blaðamannafund Liverpool vegna leiks liðsins gegn Porto í Meistaradeildinni á morgun og nýtti tækifærið til að spyrja Þjóðverjann út í íslenska liðið.

Klopp trúði því vart þegar honum var sagt að 340 þúsund manns byggju á Íslandi.

„Ég trúi því ekki. Það er eins og rætur fótboltans og rætur alls í lífinu séu þarna. Þú þarft greinilega ekki mikið af fólki heldur bara rétta fólkið til að gera stóra hluti,“ sagði Klopp.

Hann bætti því að Ísland hefði gert frábæra hluti í íþróttum, ekki bara fótbolta heldur einnig handbolta.

„Það mætti halda að landið væri fullt af íþróttafólki en þarna eru líka læknar, kennarar og allt annað. Ég skil ekki hvernig það eru bara 330-340 þúsund íbúar þarna. Þeir hljóta að vera læknar, kennarar og atvinnumenn í fótbolta á sama tíma,“ sagði hann áður en hann sagðist halda með Íslandi á HM og vona að liðið færi alla leið, að því gefnu að Þýskaland eða England dyttu út.

„Ég kann vel við hugarfarið hjá öllu fólkinu í þínu frábæra landi. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Klopp að lokum við Magnús Má Einarsson.

Hér að neðan má sjá myndband af lofræðu Klopp um Ísland, en umræðan byrjar þegar rúmar 40 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=wm18pumtla4&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsyfirlýsing við stjórann

Stuðningsyfirlýsing við stjórann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki
433Sport
Í gær

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að
433Sport
Í gær

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti