fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Heiðarvatnið klikkar ekki

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 9. júní 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við vorum mættir til veiða rétt um hádegi í vatnið, ég og Kjartan sonur minn,“ sagði Kári Jónsson í samtali við Veiðipressuna en hann var í Heiðarvatni í Mýrdal fyrir skömmu.

,,Við fengum strax tvær bleikur á svartan Dýrbít enda er sú fluga nánast með tökutryggingu. Það rigndi nokkuð og blés. Eftir því sem leið á daginn bætti í rigninguna sem varð ansi mikil og samfelld. Við létum það ekki stoppa gleðina enda farnir að tina upp bleikjur og stöku urriða,“ sagði Kári.

Kári sagði að þegarr hlé varð á tökum var gott að grípa í kaffibrúsann og kíkja svo á aðra veiðistaði. Kjartan setti bleikan Dýrbít undir og fékk á hann svo ég skipti líka. Með því að sökkva færinu til botns veiddust stærri bleikjur.

,,Þannig veiddum við fram yfir kvöldmat og hættum þegar hlé var á rigningunni til að komast úr gallanum. Í kassanum lágu sextán  bleikjur, flestar 1,5 til 3 pund, allt góður matfiskur og  fjórir urriðar fengu líf aftur eftir sprækari tökur. Allir veiðstaðir sem við prófunum gaf  fisk svo við skemmtum okkur vel að vanda. Heiðarvatn klikkaði ekki frekar en fyrri daginn,“ sagði Kári ennfremur og á myndinni er aflinn úr vatninu þennan daginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár