
Raðmorðinginn Cleophus Cooksey Jr. hefur verið dæmdur til dauða í Phoenix í Bandaríkunum fyrir sex morð sem hann framdi með skotvopni á þriggja vikna tímabili í nóvember árið 2017.
Cooksey hafði þá nýlega verið látinn laus úr fangelsi þar sem hann hafði afplánað dóm fyrir manndráp eftir skotbardaga á strippklúbbi.
Morðæði Cooksey árið 2017 tók enda þann 17. desember er lögregla handtók hann á heimili móður hans og stjúpföður. Hafði hann þá skotið þau bæði til bana en útkall lögreglu var vegna tilkynningar frá nágrönnum sem sögðust hafa heyrt skothvelli. Vikurnar þar á undan hafði hann myrt fjórar aðra anneskjur.
Réttarhöldum yfir Cooksey var frestað vegna kórónuveirufaraldursins en í haust var hann sakfelldur fyrir sex morð, þrjú vopnuð rán, tvö mannrán og tilraun til nauðgunar.
Ekki liggur fyrir hvenær Cooksey verður tekinn af lífi en nánar má lesa um mál hans hér.