fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið

Pressan
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 06:00

Það er ekki ýkja langt á milli Spánar og Marokkó. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform um að tengja saman Evrópu og Afríku með göngum undir Gíbraltarsund eru ekki dauð úr öllum æðum. Hugmyndin hefur lengi verið til umræðu en hingað til verið talin of flókin og kostnaðarsöm til að komast af teikniborðinu.

Samkvæmt nýrri fýsileikakönnun, sem unnin var af þýska fyrirtækinu Herrenknecht að beiðni spænskra stjórnvalda, er verkefnið tæknilega framkvæmanlegt þótt ýmsar áskoranir séu enn á vegi þess.

Meðal áskorana eru atriði eins og mikil dýpt ganganna, flóknar jarðfræðilegar aðstæður og sterkir hafstraumar. Sérstaklega er bent á svokallaðan Camarinal-þröskuld, þar sem berglög eru óstöðug og gera boranir erfiðari en víða annars staðar.

Gert er ráð fyrir að göngin verði eingöngu ætluð járnbrautum og verði þau um 42 kílómetra löng, þar af tæpir 27 kílómetrar neðan sjávar. Þótt endanleg dýpt liggi ekki fyrir er talið að þau muni dýpst liggja um 420 metra undir sjávarmáli, sem er mun dýpra en til dæmis Ermarsundsgöngin, sem ná mest 74 metra undir sjávarmál.

Ef verkefnið verður að veruleika yrðu göngin meðal þeirra lengstu í heimi og gætu markað tímamót í flutningum milli Afríku og Evrópu, þar sem vörur mætti flytja hraðar og ódýrar en áður. Í frétt Mail Online er bent á að ferðatími frá Madríd á Spáni til Casablanca í Marokkó myndi styttast úr um 12 klukkustundum með bíl og ferju í aðeins um fimm og hálfa klukkustund með lest.

Gert er ráð fyrir að ítarleg hönnun verði unnin af spænska ráðgjafarfyrirtækinu Ineco á þessu ári og standa vonir til að stjórnvöld veiti verkefninu samþykki á næsta ári. Upphaflega var stefnt að því að járnbrautarlínan yrði tilbúin fyrir árið 2030, samhliða heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem Spánn, Portúgal og Marokkó munu halda sameiginlega. Sérfræðingar telja það þó óraunhæft og líta frekar til áranna 2035 til 2040, verði framkvæmdir hafnar á næstu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara