fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Pressan

Apple tekur fram úr Samsung

Pressan
Miðvikudaginn 14. janúar 2026 06:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tæknirisinn Apple hefur tekið fram úr Samsung og er nú stærsti snjallsímaframleiðandi heims miðað við fjölda sendra tækja.

Þetta kemur fram í frétt Mashable sem unnin er úr tölum greiningarfyrirtækisins Counterpoint.

Tölurnar ná til heildarfjölda snjallsíma, bæði nýrra og eldri gerða, sem framleiðendurnir sendu frá sér árið 2025.

Tölur Counterpoint leiða í ljós að Apple var með 20% hlutdeild hvað þetta varðar á síðasta ári, Samsung 19% og kínversku fyrirtækin Xiamo, Vivo og Oppo komu þar á eftir á með 13%, 8% og 8%.

Þessi breyting er athyglisverð í ljósi þess að Apple og Samsung voru í raun jöfn árin 2023 og 2024, fyrst með 19% hlutdeild hvor og síðan 18%. Þar áður hafði Samsung verið efst í meira en áratug.

Samkvæmt Counterpoint jukust sendingar Apple um 10% milli ára, sem er mesti vöxtur meðal fimm stærstu framleiðendanna. Varun Mishra, greinandi hjá Counterpoint, segir að það hafi skipt sköpum hjá Apple þegar fyrirtækið kynnti til sögunnar ódýrari iPhone 16e í febrúar á síðasta ári. Við það segir hann að markhópur Apple hafi stækkað til muna.

Counterpoint býst við því að Apple muni auka forskot sitt á þessu ári og halda því að minnsta kosti til ársins 2029.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann er sjö ára og hefur heimsótt allar sjö heimsálfurnar

Hann er sjö ára og hefur heimsótt allar sjö heimsálfurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrýðisamur eiginmaður myrti kirkjurækna eiginkonu sína á meðan dætur þeirra sváfu

Afbrýðisamur eiginmaður myrti kirkjurækna eiginkonu sína á meðan dætur þeirra sváfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kalla til hermenn vegna óhugnanlegs hvarfs stúlku

Kalla til hermenn vegna óhugnanlegs hvarfs stúlku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hafa fangaskipti við Frakka

Rússar hafa fangaskipti við Frakka
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svarar loksins gróusögum um lýtaaðgerðir

Svarar loksins gróusögum um lýtaaðgerðir