fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Fékk 14 ára fangelsi fyrir að selja sjálfmorðslyf

Pressan
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 19:30

Miles Cross. Lögreglumynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi hermaður að nafni Miles Cross hefur verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að selja fólki í sjálfsmorðshugleiðingum lyf til að binda enda á líf sitt.

Miles Cross er 33 ára gamall en hann seldi fjórum manneskjum dauðalyf, tvær þeirra tóku inn lyfið og létust. Skammturinn kostaði 100 pund eða um 17 þúsund íslenskar krónur.

Cross játaði sök í fjórum ákæruliðum sem vörðuðu sölu á lyfinu banvæna. Hann stóð svipbrigðalaus í réttarsalnum er dómurinn var kveðinn upp yfir honum.

Dómarinn sagði að framferði Cross og samviskuleysi vekti honum ugg í brjósti. „Þú seldir ókunnugu fólki lyfið í þeirri vissu að það myndi benda enda á líf þess sem tæki það inn,“ sagði dómarinn.

Cross seldi lyfið á netinu og pöntuðu fjórar manneskjur skammta. Hann sendi þeim lyfið í pósti eftir að hafa pantað það að utan. Cross setti upp reikning á Telegram þar sem viðskiptavinir hans gátu greitt fyrir lyfið.

Nánar um málið á Metro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið