fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Pressan

Næringarfræðingur segir þessar fimm ódýru matvörur geta hraðað þyngdartapi

Pressan
Laugardaginn 24. maí 2025 13:30

Kartöflur geta hjálpað til við að losna við aukakílóin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf hvorki að vera dýrt né erfitt að losa sig við nokkur aukakíló. Þetta segir pólski næringarfræðingurinn Michal Wrzosek að minnsta kosti og deilir bestu og ódýrustu ráðum sínum fyrir þá sem vilja léttast án þess að það kosti hálfan handlegg.

Onet skýrir frá þessu og segir að efst á lista Michal séu hörfræ. Þessi litlu fræ, sem láta lítið yfir sér, búa yfir ofurkrafti þegar kemur að því að losna við aukakíló. Þau innihalda nefnilega mikið af trefjum sem gera að verkum að þú finnur lengur fyrir mettunartilfinningu og meltingarkerfið snýst.

Það skemmir heldur ekki fyrir að þessi litlu fræ eru stútfull af omega-3 fitusýrum sem hjálpa hjartanu að halda sér í formi.

Fitulítil kotasæla er einnig fyrirtaks matur. Hún inniheldur mikið af prótíni, sem hjálpar vöðvunum að enduruppbyggja sig eftir álag, og mettar vel.

Michal mælir einnig með frosnu grænmeti, sérstaklega á veturna því þá missir ferskt grænmeti næringarefnin hratt. En frosið grænmeti kemur þá til bjargar með vítamín og steinefni í góðu lagi.

Mozzarella ostur, magra útgáfan, er einnig á lista Michal. Hann er fitusnauður og inniheldur mikið prótín.

Það síðasta sem hann bendir á eru soðnar kartöflur. Franskar kartöflur falla ekki hér undir! Soðnar kartöflur metta vel og þær geta svo sannarlega leikið stórt hlutverk í mataræðinu án þess að tæma veskið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ákærð fyrir að aðstoða son sinn við undirbúning skólaskotárásar

Ákærð fyrir að aðstoða son sinn við undirbúning skólaskotárásar
Pressan
Í gær

Tveir Svíar mættust á göngum Evrópuþingsins – Ber ekki saman um hvað gerðist næst

Tveir Svíar mættust á göngum Evrópuþingsins – Ber ekki saman um hvað gerðist næst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti ótrúlegt met þegar hann hljóp yfir Ástralíu

Setti ótrúlegt met þegar hann hljóp yfir Ástralíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu