fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Pressan
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson fékk umdeildan gest í hlaðvarp sitt á dögunum. Viðtalið hefur valdið miklu fjaðrafoki og skipt bandarískum íhaldsmönnum í fylkingar.

Gesturinn umdeildi er áhrifavaldur að nafni Nick Fuentes. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal hóps hægri öfgamanna sem kalla sig Groypers. Þessi hópur telur hvítt fólk sæta ofsóknum í heiminum og að gyðingar beri ábyrgð á öllu sem miður fer í heiminum. Fuentes er þekktur fyrir að vera óheflaður í tali. Hann hefur opinberlega efast um að helförin hafi átt sér stað í seinni heimsstyrjöldinni og auk þess lýst yfir aðdáun sinni á Adolf Hitler. Fuentes segist vera í stríði gegn gyðingum sem hann vill útrýma með öllu.

Til áhangenda sinna hefur Fuentes berum orðum sagt um gyðinga: „Það þarf að útrýma þeim með öllu þegar við náum völdum“

Samtal Carlson og Fuentes beindist því óhjákvæmilega að gyðingum og þá fyrst og fremst gegn Ísrael, en það er ekkert leyndarmál að fjölmiðlamaðurinn hatar Ísrael eins og pestina. Hann og Fuentes voru því skoðanabræður hvað það varðaði. Þeir gagnrýndu þó ekki bara Ísrael heldur gyðinga almennt og líka almennt þá sem styðja Ísrael og þeirra málstað.

Málefni Ísraels eru viðkvæm meðal bandarískra íhaldsmanna. Ben Shapiro er íhaldsáhrifavaldur og jafnframt gyðingur. Hann varð rjúkandi reiður eftir viðtalið og hefur birt reiðilestur á miðlum sínum þar sem hann hjólar í Carlson, kallar hann heigul og sakar um að dreifa hættulegri hugmyndafræði.

Hugveitan Heritage Foundation er mikilvæg íhaldsstofnun sem meðal annars stendur á bak við umdeildu aðgerðaráætlunina, Project 2025, sem er eins konar óskalisti öfgafullra kristinna íhaldsmanna um framtíð Bandaríkjanna. Hugveitan blandaðist inn í umræðuna um viðtalið þegar háttsettur starfsmaður birti langa færslu þar sem hann kom viðtalinu til varna með vísan til tjáningarfrelsis.

Afskipti Heritage kölluðu þá á afskipti frá kjörnum fulltrúum Repúblikanaflokksins. Öldungardeildarþingmennirnir Mitch McConnell og Ted Cruz hafa fordæmt viðtalið og Heritage fyrir að koma því til varna. Cruz sagði:

„Ef þú situr til borðs með manni, sem kallar Adolf Hitler kúl og hefur það að markmiði að sigra alla gyðinga heimsins, en segir samt ekkert þá ertu bæði heigull og hlutdeildarmaður í illskunni.“

McConnell tók fram að síðast þegar hann gáði þá þýddi tjáningarfrelsi ekki að íhaldsmönnum bæri einhver skylda til þess að dreifa skoðunum þeirra sem hata gyðinga.

Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Mike Johnson, segir margt það sem Fuentes hefur sagt í gegnum tíðina algjörlega yfirgengilegt. Orðræðan feli í sér gyðingahatur, kynþáttahatur, hatur í garð Bandaríkjanna og hatur í garð kristinna. Johnson sér enga ástæðu til að gefa slíkri orðræðu byr undir báða vængi. Tjáningarfrelsið hafi Fuentes vissulega en að sama bragði hafi aðrir frelsið til að ákveða að dreifa ekki orðræðu hans og hatri og magna það þannig upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“