fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Pressan
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 07:00

Mark með eiginkonu sinni, Evu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Fairweather telur að eiginkona hans, Eva, væri enn á lífi ef hún hefði aldrei notað barnapúður frá Johnson & Johnson.

Eva lést árið 2023, 63 ára að aldri, eftir tveggja ára baráttu við fjórða stigs krabbamein í eggjastokkum. Nú hefur Mark gengið til liðs við hópmálsókn í Bretlandi þar sem meira en 3.000 manns halda því fram að talkúm frá fyrirtækinu hafi valdið krabbameini.

„Eva reykti aldrei eða drakk, hún stundaði hreyfingu og passaði upp á mataræðið sitt og hugsaði vel um sig,“ segir Mark sem er 67 ára eftirlaunaþegi frá Eastbourne í Suður-Englandi í viðtali við Daily Mail.

Sorgin jafn mikil en reiðin hefur bæst við

Eva greindist með krabbameinið árið 2019 og var það þá langt gengið. Fyrstu einkenni voru stöðug meltingaróþægindi, brjóstsviði og verkir sem læknar áttu erfitt með að greina. Þegar sjúkdómurinn loks kom í ljós var hann orðinn ólæknandi.

Eva gekkst undir umfangsmikla skurðaðgerð og fór í sex mánaða lyfjameðferð. Þrátt fyrir tímabundinn bata tók sjúkdómurinn sig upp á ný og Eva lést sumarið 2023.

Í dag segir Mark að sorgin sé enn jafn þung, en að reiðin hafi bæst við. Hann og þeir sem stefnt hafa Johnson & Johnson telja að fyrirtækið hafi vitað að talkúmið innihélt asbest – efni sem er þekktur krabbameinsvaldur – en ákveðið að halda því leyndu.

Notaði mikið púður á hverjum degi

Mark rifjar upp að Eva hafi verið dugleg að nota umrætt púður til að „hressa upp á sig“ eins og hann orðar það. „Hún notaði mikið af þessu á hverjum degi, eftir sturtu eða bað. Það var stundum hvítt ský eftir hana og ég var stundum pirraður á því,“ rifjar Mark upp en hann segist einnig hafa velt fyrir sér á sínum tíma hvort það væri hollt að anda að sér þessu fíngerða dufti. „Ég hefði átt að segja eitthvað.“

Í hópmálsókninni, sem lögmannsstofan KP Law lagði fram í októbermánuði, er því haldið fram að aðalefni púðursins, svokallað magnesíumsílíkat, hafi verið mengað af asbesti. Óvíst er hvenær málið fær efnislega meðferð en viðbúið er að það geti tekið tíma að fá niðurstöðu í málið.

Fyrstu einkenni Evu komu fram í ágúst 2019 þegar hún fór að finna fyrir miklum magaverkjum og meltingaróþægindum.
Þrátt fyrir lyf við bakflæði og kviðkrömpum batnaði hún ekki. Hún hætti jafnvel að borða hveiti, í þeirri trú að hún væri með glútenóþol, en allt kom fyrir ekki.

Það var svo í desember 2019 að hún ákvað að panta tíma hjá lækni og fór Mark með henni. Læknirinn þreifaði á kviðnum á henni og tók eftir því að hann var stífur, ráðlagði hann frekari rannsóknir. „Við höfðum enga hugmynd um hvað þetta gæti verið og hugsuðum ekki einu sinni út í að þetta gæti verið krabbamein,“ segir Mark.

Ekki löngu síðar versnuðu einkennin og átti Eva orðið erfitt með að hreyfa sig. Um svipað leyti komu niðurstöður rannsóknarinnar í hús og þá fengu þau fréttirnar.

Það var ekki fyrr en eftir dauða Evu að Mark frétti af hugsanlegum tengslum á milli eggjastokkakrabbameins og barnapúðursins frá Johnson & Johnson. Hann hikaði ekki við að skrá sig í hópmálsóknina.

„Þetta mál mun ekki færa mér Evu aftur en þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð. Það hefði aldrei átt að leyfa fólki að nota þetta púður – fólk trúði því að þetta væri mild og örugg vara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum