fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Pressan
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar telja nokkrir líklegt að Andrew Mountbatten Windsor, fyrrum Bretaprins, ætli sér að flýja Bretland og hefja nýtt líf í Abhu Dhabi eftir að hann féll í ónáð meðal bresku krúnunnar og almennings vegna tengsla sinna við níðinginn Jeffrey Epstein. Andrew hefur nú verið sviptur öllum konunglegum titlum og hefur verið gert að yfirgefa konungleg híbýli sín, Royal Lodge, í Windsor.

Sagnfræðingurinn Andrew Lownie segir við The Standard: „Hann gæti orðið hamingjusamur ef hann býr annars staðar þar sem hömlur eru settar á fjölmiðla, þar sem enn verður komið fram við hann sem konungborinn og þar sem hann getur athafnað sig fjarri sviðsljósinu. Einkasambönd hans við ungar konur verða líklega ekki undir smásjánni í Abu Dhabi.“

Annar sérfræðingur, konunglegi rithöfundurinn, Andrew Morton sagði í samtali við útvarpsþáttinn Times Radio: „Ég spái því að á þessum tíma á næsta ári muni Andrew búa einhvers staðar erlendis.“

Líklegt þykir að Abu Dhabi verði fyrir valinu þar sem fyrrum prinsinn á þar góða félaga á borð við krónprinsinn Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, en þeir hafa verið vinir áratugum saman og mun Zayed Al Nahyan þegar hafa boðið Andrew afnot af einni höll sinni.

Heimildarmaður Standart segir: „Konungsfjölskyldan í Abu Dhabi hefur komið því skýrt á framfæri við Andew að höllin sé hans ef hann vill hana. Þetta gefur honum valmöguleika ef staða hans í Bretlandi verður óæskileg. Það er mikið álag á honum núna eftir nýjustu vendingar og Bretlandskonungur og Vilhjálmur prins eru eiginlega búnir að fá nóg af honum.“

Andrew geti lifað lúxuslífinu sem hann er vanur í Abu Dhabi þó það muni líklega taka hann tíma að venjast heitara loftslaginu. Líklegt þykir að fyrrverandi eiginkona hans, Sarah Ferguson, muni flytja með honum.

Fyrrum prinsinn á fleiri vandamenn í Abu Dhabi en bara konungsfjölskylduna þar. Til dæmis er talið að hann muni eyða tíma með útlaganum Juan Carlos, fyrrum Spánarkonungi, sem er hokinn reynslu hvað varðar kynlífshneyksli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út