fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Pressan
Föstudaginn 14. nóvember 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Skelton, faðir þriggja ungra drengja frá Michigan sem hurfu árið 2010, hefur verið ákærður fyrir morð, 15 árum eftir hvarf bræðranna.

Skelton var ákærður miðvikudaginn 12. nóvember fyrir þrjá ákæruliði um opin morð (e.open murder) og þrjá ákæruliði um að hafa átt við sönnunargögn, samkvæmt gögnum héraðsdómstóls Lenawee-sýslu.

Skelton, sem afplánar nú 10 til 15 ára dóm fyrir ólögmæta frelsissviptingu þriggja sona sinna, átti að vera látinn laus úr fangelsi 29. Nóvember. Hann hefur ekki mótmælt nýrri ákæru.

Bræðurnir, Andrew, níu ára, Alexander, sjö ára, og Tanner, fimm  ára voru að halda upp á Þakkargjörðarhátíðina með Skelton í nóvember 2010 í Morenci, Michigan, en skiluðu sér ekki heim til móður sinnar daginn eftir.

Sjá einnig: Þrír bræður fóru til föður síns og sneru aldrei til baka – Snara, minnismiði og biblía fannst á heimili hans

Yfirvöld leituðu síðar í húsi Skelton og fundu snöru hangandi á annarri hæð, opna Biblíu með versi í hring og miða sem virtist vera ávarpaður til móður bræðranna, Tanya Zuvers.

Samkvæmt FBI-lögreglumanni sem bar vitni fyrir dómi  í mars 2025 þar sem bræðurnir voru lýstir látnir, stóð á miðanum:: „Þið munið hata mig að eilífu og ég veit það“.

„Þetta var óbein játning hans á að hafa myrt börnin,“ sagði lögreglumaðurinn.

John Skelton

Fyrrverandi lögreglustjóri Morenci, Larry Weeks, bar einnig vitni fyrir þeim um  að rannsóknarmenn hefðu fundið netleitir Skelton um hvernig á að brjóta háls og hvort rottueitur geti drepið fólk.

Fréttamiðlar greindu frá því að Zuvers hefði beðið um dánaryfirlýsingu um að bræðurnir væru látnir til að finna lausn og af virðingu fyrir sonum sínum. Dómarinn samþykkti síðar beiðnina eftir úrskurðarfundinn.

Í svari við morðákærunum gegn Skelton sendi fjölskyldan frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði að „nýjustu atburðirnir hafi gert okkur enn á ný hneyksluð og sorgmædd“.

„Það eru liðin fimmtán löng ár síðan þrír synir okkar Andrew, Alexander og Tanner hurfu. Allan þennan tíma hefur fjölskylda okkar lifað við ólýsanlegan sársauka, ósvaraðar spurningar og stöðuga von um að einn daginn gætum við komist að sannleikanum um hvað kom fyrir þá.. Forgangsverkefni okkar hefur alltaf verið og er enn að komast að því hvað kom fyrir Andrew, Alexander og Tanner og leita réttlætis fyrir þá. Við biðjum um að rannsókninni verði leyft að halda áfram með ítarlegum hætti og án afskipta svo að sannleikurinn komi loksins í ljós. Við biðjum einnig um friðhelgi og virðingu á þessum ótrúlega erfiða tíma þar sem við vinnum úr þessum hörmulegu atburðum og bíðum eftir frekari upplýsingum frá lögreglu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis