fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

Pressan
Mánudaginn 10. nóvember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir af nýjasta tækinu í vopnabúri Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta vöktu talsverða athygli á dögunum. Um er að ræða ógnarstóran kafbát sem smíðaður er til að bera gereyðingarvopn, nánar tiltekið svokallaðar Poseidon-eldflaugar sem eru um hundrað sinnum öflugri en sprengjan sem féll á Hiroshima árið 1945.

Daily Mail fjallaði ítarlega um kjarnorkukafbátinn á föstudag og velti því upp hvað myndi gerast ef Rússar myndu skjóta kjarnorkusprengju úr kafbátinum að ströndum óvinaríkis, Bretlandi til dæmis.

Óhætt er að segja að um óhugnanlega lesningu sé að ræða því ógnarstór geislavirk flóðbylgja myndi drepa tugþúsundir manna á svipstundu og gera heilu svæðin óbyggileg um langa framtíð. Tekið er fram að þessi framtíðarsýn sé líklegri en nokkru sinni nú þegar hulunni hefur verið svipt af kafbátnum sem gengur undir nafniu Khabarov – til heiðurs rússneska landkönnuðinum Yerofey Khabarov.

Sjá einnig: Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Búist er við því að kafbáturinn sé á leið í sjóprófanir og áður en langt um líður ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Rússar geti byrjað að nota hann. Í frétt Daily Mail kemur fram að skoðanir séu skiptar um erkifjendur Rússar þurfi beinlínis að óttast þetta nýjasta tól í vopnabúri þeirra.

Í samtali við Daily Mail segir Lord West, fyrrverandi aðmíráll í breska flotanum og yfirmaður breska sjóhersins á árunum 2002 til 2006, að það sé mikið áhyggjuefni að Pútín sé að þróa vopn af þessari stærðargráðu og vísar hann í kafbátinn og eldflaugarnar sem hann er hannaður til að bera.

„Þetta er dómsdagsvopn og markmiðið er að það geti ferðast yfir Kyrrahafið og að vesturströnd Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann segist ekki vera „of upptekinn“ af beinni ógn við Bretland.

„Ég er mjög áhyggjufullur yfir því að hann sé að þróa þetta og yfir því að hann haldi að það sé klókt. Vonandi mun hann ekki beita þessu vopni en hann veit að fælingarmátturinn virkar. Ef hann myndi skjóta þessu vopni, þá myndu bæði hann og Moskva hverfa í reyk þegar Vesturlönd svöruðu – það er ástæðan fyrir því að við höfum fælingarafl. En enginn vill að það gerist. Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur að hann haldi að hann geti notað slíkt vopn án þess að nokkur bregðist við.“

Rússar frumsýndu kafbátinn um þar síðustu helgi og er hann þróaður til að geta borið sex Poseidon-eldflaugar sem hver er búin kjarnorkuoddi.

Kafbáturinn er engin smásmíði, eða 113 metrar á lengd og getur hann farið niður á um þúsund metra dýpi. Hann getur náð um 180 kílómetra hraða á klukkustund en til samanburðar er þess getið að bresku Vanguard-kafbátarnir komast á um 50 kílómetra hraða. Talið er að pláss sé fyrir um 100 manna áhöfn og á báturinn að geta verið í kafi mánuðum saman án þess að koma upp á yfirborðið. Þá er hann búinn öllum helstu tækninýjungum sem gerir óvinaríkjum mjög erfitt að greina ferðir hans.

Michael B. Petersen hjá bandarísku greiningarstofnuninni Centre for Naval Analyses segir að kafbáturinn og vopnin um borð virki fyrst og fremst sem fælingarmáttur.

„Þetta á að neyða andstæðinginn til að hörfa í ljósi ógna um hugsanlega notkun þess,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi