fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

Pressan
Mánudaginn 3. nóvember 2025 17:30

George Clooney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney segist líta svo á að mistök hafi verið gerð þegar Kamala Harris var látin taka við af Joe Biden sem forsetaefni Demókrata fyrir forsetakosningarnar í fyrra.

Ýmsir telja að Clooney hafi sjálfur átt sök í máli, en hann skrifaði grein í New York Times sumarið 2024 þar sem hann kallaði eftir því að Joe Biden myndi stíga til hliðar.

Eftir hörmulega frammistöðu Joe Biden í kappræðum gegn Donald Trump urðu þær raddir sífellt háværari að Biden væri ekki nógu heilsuhraustur til að sitja í Hvíta húsinu annað kjörtímabil. Ákvað Biden að láta staðar numið nokkrum dögum eftir að greinin kom út og var Kamala Harris útnefnd sem forsetaefni flokksins.

Eins og flestir þekkja átti Harris ekki séns gegn Donald Trump sem vann að lokum með talsverðum yfirburðum og varð forseti í annað sinn.

Í viðtali við CBS um helgina sagðist Clooney ekki sjá eftir að hafa skrifað greinina. Það hafi öllum verið ljóst að Biden væri ekki maður til að vera áfram forseti.

„Ég vildi, eins og ég skrifaði í greininni, að það yrði forval. Að við myndum prófa frambjóðendurna hratt og koma þessu í gang,“ sagði hann.

Engin forvalskosning fór hins vegar fram hjá Demókrötum og var varaforsetinn, Kamala Harris, sjálfkrafa útnefnd. „Hún fékk mjög krefjandi verkefni og ég held að þetta hafi verið mistök, í hreinskilni sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum