fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Pressan

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur umdeildrar þingkonu Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur verið sakaður um glæpsamlega vanrækslu gegn syni sínum. Þingkonan hefur nú tjáð sig vegna málsins og segir það byggt á misskilningi.

Samkvæmt frétt People átti meint atvik sér stað þann 11. júlí sl. Lögregla hefur ekki gefið upp hvað átti sér stað en tekur þó fram að hvorki sé um banatilvik né slys að ræða.

Lauren segir í yfirlýsingu til miðilsins að málið byggi á misskilningi. Sonur hennar sé góður faðir, en það hafi orðið samskiptabrestur á heimilinu sem varð til þess að enginn fylgdist um hríð með barninu sem tókst á þeim tíma að komast út úr húsinu eftirlitslaust.

Þingkonan segir:

„Ég elska son minn Tyler sem hefur þurft að ganga í gegnum erfiðar og opinberar áskoranir þrátt fyrir að vera ungur maður sem andlag athygli sem hann bað aldrei um sjálfur.

Það hryggir mig að sjá barnið mitt eiga erfitt og í þessu tilviki sérstaklega þar sem hann hefur fengið mörg tækifæri til að koma lífi sínu á réttan kjöl. Ég mun aldrei gefast upp á honum og verð áfram til staðar fyrir hann.“

Tyler hefur áður komist í kast við lögin þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur. Árið 2024 var hann handtekinn í tengslum við ítrekaðan þjófnað og gripdeild bifreiða.

Lauren lýkur yfirlýsingunni sinni á því að taka fram að líkt og aðrir muni sonur hennar þurfa að kljást við afleiðingar gjörða sinna.

„Sem fullorðinn einstaklingur og faðir mun Tyler taka ábyrgð á eigin hegðun og ætti að vera gerður ábyrgur fyrir slæmum ákvörðunum rétt eins og aðrir borgarar.“ a

Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem fjölskyldudrama þingkonunnar er til umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrrverandi eiginmaður hennar var handtekinn í janúar grunaður um líkamsárás. Hann hefur eins sakað Lauren um að hafa beitt sig heimilisofbeldi, hún hafi kýlt hann ítrekað í andlitið á veitingastað.

Áður en Lauren var kjörin á þing hafði hún vakið athygli fyrir að berjast fyrir auknum réttindum skotvopnaeigenda og rak hún veitingastaðinn Rifle sem er með skotvopn sem þema. Hún hefur verið einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“
Pressan
Fyrir 1 viku

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“