fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Elon Musk sagður hafa verið á kafi í neyslu lyfja og fíkniefna í kosningabaráttu Trump

Pressan
Laugardaginn 31. maí 2025 16:00

Elon Musk og Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York Times hefur heimildir fyrir því að á meðan hann tók mikinn þátt í kosningabaráttu Donald Trump, vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum, á síðasta ári hafi auðjöfurinn Elon Musk verið á kafi í neyslu lyfja og fíkniefna. Vitað var að Musk neytti einhverja lyfja en í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum að neyslan hafi verið mun meiri en áður var talið.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að Musk, sem hefur nú dregið sig í hlé frá öllum störfum fyrir Trump, hafi sagt fólki að hann væri að taka inn svo mikið af ketamíni að það hafi haft áhrif á þvagblöðru hans en slík áhrif af óhóflegri notkun ketamíns munu vera þekkt. Hann er einnig sagður hafa tekið inn reglulega meðal annars alsælu (e. ecstasy) og ofskynjunarsveppi. Á meðan hann ferðaðist um Bandaríkin í kosningabaráttunni mun hann hafa verið með sérstakt box meðferðis fyrir allar þær pillur sem hann tók daglega, um 20 talsins, en þar á meðal eru sögð hafa verið örvandi lyf. Bæði hafi verið til myndir af pilluboxinu og heimildarmenn New York Times segjast hafa séð það.

Fram kemur að ekki sé ljóst hvort þessi mikla neysla á lyfjum og fíkniefnum hafi haldið áfram eftir að kosningabaráttunni lauk og þegar Musk tók til starfa fyrir Trump við ýmsar aðgerðir til að skera niður í rekstri bandaríska ríkisins. Bent er þó á að á meðan hann starfaði fyrir Trump hafi Musk sýnt af sér í þó nokkur skipti óútreiknanlega hegðun.

Fjölskyldulífið

Í umfjölluninni kemur fram að sífellt flóknara fjölskyldulíf auðkýfingsins hafi bæst ofan á neysluna. Minnt er á að Musk hafi áður greint frá því að hann hafi fengið ávísað ketamíni frá lækni vegna þunglyndis en hafi sagt að hann vilji ekki taka inn ólögleg lyf.

New York Times segir að Musk hafi ekki svarað viðtalsbeiðnum vegna umfjöllunarinnar en þegar hann hafi verið spurður um málið á fréttamannafundi með Trump, í tilefni starfsloka hans, hafi hann reynt að gera lítið úr trúverðugleika blaðsins.

Blaðið segir að vegna umfjöllunarinnar hafi verið rætt við um tug einstaklinga sem þekki til Musk og neyslu hans en enginn þeirra hafi viljað koma fram undir nafni.

Í umfjölluninni er því næst gerð ítarleg grein fyrir því sem áður hefur komið fram um andleg veikindi Musk, lyfja- og fíkniefnaneyslu hans, dramatískum samskiptum hans við barnsmæður sínar og vaxandi áhyggjur vina hans og samstarfsmanna af hegðun hans og lyfja- og fíkniefnaneyslunni.

Musk vísar umfjölluninni alfarið á bug í færslu á samfélagsmiðli sínum X og segir að þar sem hann sitji svo marga fundi dag hvern færi ekkert á milli mála ef neysla hans á lyfjum og fíkniefnum væri raunverulega svona mikil.

Donald Trump segir að ekkert í fari Musk hafi valdið honum áhyggjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma