fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Matarbloggari fær á baukinn fyrir uppátæki sitt – „Nei, nú fórstu yfir strikið“

Pressan
Miðvikudaginn 28. maí 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski matarbloggarinn Tod Inskip, sem birtir meðal annars efni á TikTok undir nafninu Eating With Tod, hefur átt í vök að verjast síðustu daga vegna myndbands sem hann tók á ferðalagi sínu um Ástralíu.

Tod sást þar borða einstaka krabbategund sem getur náð 30 ára aldri og vegið rúm 15 kíló.

Tasmaníski risakrabbinn er mjög viðkvæmur fyrir ofveiði sökum þess hversu lengi hann er að vaxa og þroskast. Óttast dýraverndunarsamtök að ofveiði gæti gert út af við stofninn.

Áströlsk yfirvöld reyna að stemma stigu við því með því að gefa út takmarkaðan kvóta, eða um 20 tonn á ári. Og verðið hátt eftir því enda þykir krabbinn býsna ljúffengur.

Í myndbandi sínu sást Tod velja sér fimmtán ára gamlan krabba úr búri sem kostaði tvö þúsund ástralska dollara, eða rúmar 160 þúsund krónur. Krabbinn var djúpsteiktur og matreiddur eftir kúnstarinnar listum og borinn fram með Singapúr-chili sósu.

„Svo opna þeir hausinn og fjarlægja allan heilaostinn sem þeir bæta út í sósuna áður en þeir bera hann fram með skál af núðlum,“ sagði hann meðal annars í myndbandinu. „Ég er pínu smeykur, þetta er eins og borða risaeðlu úr hafinu. Hvað gefa þeir þessum gæja að borða?“

Endaði hann myndbandið á að hvetja fylgjendur sína til að prófa þennan gómsæta rétt.

Fylgjendur Tods á samfélagsmiðlum voru vonsviknir með uppátæki hans eins og sést á athugasemdum sem skrifaðar hafa verið undir myndbandinu.

„Vanalega elska ég efnið þitt en nei, nú fórstu yfir strikið,“ sagði einn.

„Þessi krabbi var mjög tignarlegur og eyddi 15 árum í að stækka. Allt til þess að enda sem máltíð fyrir þig. Vissirðu að það er eitthvað til sem heitir að bera virðingu fyrir lífinu í kringum okkur,“ sagði annar.

@eatingwithtod Biggest crab I’ve ever seen 🦀 😮 FULL $10,000 SYDNEY FISH MARKET VIDEO NOW LIVE ON MY YOUTUBE ❤️ 📸 – go check it out. #australia #sydney #sydneyfood #aussie #crab #seafood #sydneyfishmarket #crazy #food #fyp ♬ original sound – Eating with Tod

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins