Onet skýrir frá þessu og segir að efst á lista Michal séu hörfræ. Þessi litlu fræ, sem láta lítið yfir sér, búa yfir ofurkrafti þegar kemur að því að losna við aukakíló. Þau innihalda nefnilega mikið af trefjum sem gera að verkum að þú finnur lengur fyrir mettunartilfinningu og meltingarkerfið snýst.
Það skemmir heldur ekki fyrir að þessi litlu fræ eru stútfull af omega-3 fitusýrum sem hjálpa hjartanu að halda sér í formi.
Fitulítil kotasæla er einnig fyrirtaks matur. Hún inniheldur mikið af prótíni, sem hjálpar vöðvunum að enduruppbyggja sig eftir álag, og mettar vel.
Michal mælir einnig með frosnu grænmeti, sérstaklega á veturna því þá missir ferskt grænmeti næringarefnin hratt. En frosið grænmeti kemur þá til bjargar með vítamín og steinefni í góðu lagi.
Mozzarella ostur, magra útgáfan, er einnig á lista Michal. Hann er fitusnauður og inniheldur mikið prótín.
Það síðasta sem hann bendir á eru soðnar kartöflur. Franskar kartöflur falla ekki hér undir! Soðnar kartöflur metta vel og þær geta svo sannarlega leikið stórt hlutverk í mataræðinu án þess að tæma veskið.