fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Pressan

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“

Pressan
Fimmtudaginn 22. maí 2025 06:30

Frá Osaka. Mynd: Pexels/Stephen + Alicia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðakeðja í Osaka í Japan hefur beðist afsökunar á að hafa sett upp skilti á einum veitingastaða sinna þar sem kom fram að kínverskum ferðamönnum væri meinaður aðgangur af því að þeir væru „ókurteisir“.

Hayashin Charcoal-Grilled Chicken Skewers keðjan, sem er fræg fyrir grillmat, setti fyrrgreint skilti upp í einu útibúa sinna í Osaka. Textinn var á kínversku.

Samkvæmt þýðingu sem Dimsum Daily lét gera stóð eftirfarandi á skiltinu: „Margir eru ókurteisir. Við viljum ekki kínverska viðskiptavini hjá okkur. Takk fyrir að sýna þessu skilning. Hayashin Charcoal-Grilled Chicken Skewers.“

Ekki leið á löngu þar til Sasaya Holdings, sem á keðjuna, birti tilkynningu á japönsku og kínversku þar sem afsökunar er beðist á þessu. Í tilkynningunni segir að yfirmaðurinn á veitingastaðnum hafi sett skiltið upp á vitunar og heimildar frá eigendunum. Skiltið hafi verið fjarlægt um leið og eigendurnir fréttu af því. Á öllum stöðum keðjunnar sé fólk velkomið, óháð þjóðerni.

Málið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og gagnrýndu margir keðjuna og sögðu að hér væri um hreina mismunum að ræða á grunni þjóðernis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum

Skilja ekki af hverju fuglar í einni borg eru að drepast í hrönnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bara ein sturta á viku! – Þetta eru áhrifin á húðina

Bara ein sturta á viku! – Þetta eru áhrifin á húðina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hryllingshúsið í Gloucester“ var vettvangur hroðalegra myrkraverka West-hjónanna

„Hryllingshúsið í Gloucester“ var vettvangur hroðalegra myrkraverka West-hjónanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða