Hayashin Charcoal-Grilled Chicken Skewers keðjan, sem er fræg fyrir grillmat, setti fyrrgreint skilti upp í einu útibúa sinna í Osaka. Textinn var á kínversku.
Samkvæmt þýðingu sem Dimsum Daily lét gera stóð eftirfarandi á skiltinu: „Margir eru ókurteisir. Við viljum ekki kínverska viðskiptavini hjá okkur. Takk fyrir að sýna þessu skilning. Hayashin Charcoal-Grilled Chicken Skewers.“
Ekki leið á löngu þar til Sasaya Holdings, sem á keðjuna, birti tilkynningu á japönsku og kínversku þar sem afsökunar er beðist á þessu. Í tilkynningunni segir að yfirmaðurinn á veitingastaðnum hafi sett skiltið upp á vitunar og heimildar frá eigendunum. Skiltið hafi verið fjarlægt um leið og eigendurnir fréttu af því. Á öllum stöðum keðjunnar sé fólk velkomið, óháð þjóðerni.
Málið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og gagnrýndu margir keðjuna og sögðu að hér væri um hreina mismunum að ræða á grunni þjóðernis.