fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ógnvekjandi lýsingar fyrrum vinnufélaga Heuermann – „Að sitja fyrir bráð og sigra – hann elskar að sigra“

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt gögnum sem nýlega voru lögð fram fyrir dómstólnum í Suffolk, New York, voru öll fórnarlömb meinta raðmorðingjans, Rex Heuermann, nakin og bundin þegar þau fundust.

Um er að ræða fjórar ungar konur, en lík þeirra vöru nakin og höfðu þær verið bundnar með annaðhvort límbandi, striga eða beltum.

Þessar upplýsingar komu fram eftir að verjendur Heuermann sökuðu ákæruvaldið um að hafa aldrei fyllilega útskýrt hvernig Heuermann á að hafa banað konunum. Þar með geti skjólstæðingur þeirra ekki fyllilega varið sig gegn þeim sökum sem á hann hafa verið bornar.

Saksóknari í málinu gaf þó lítið fyrir þessar meiningar og benti á að verjendur Heuermann hafi fengið um 12 terabæti af gögnum, þar með talið ítarlegar skýrslur um krufningu, myndir af vettvangi þar sem líkin fundust, myndir af sönnunargögnum og svona mætti lengi áfram telja. Varla þurfi að matreiða staf fyrir staf ofan í Heuermann hvernig í málinu liggur.

Áhugi fjölmiðla á málinu er enn gífurlegur. Nýlega birtist umfjöllun um málið í Crime Nation þar sem fyrrum samstarfsfélagi Heuermann steig fram.

Tilgerðarlegur og aðal-maðurinn

Téður samstarfsfélagi er kona að nafni Mary Shell. Hún var aðeins 25 ára og starfaði sem fulltrúi á lítilli lögmannsstofu þegar hún hitti Heuermann fyrst. Henni hafði verið fengið að afhenda Heuermann póst sem honum barst, en arkitektastofan hans var rekin í sömu skrifstofubyggingu og vinna Mary.

„Hann var góður með sig, jafnvel tilgerðarlegur,“ segir Mary í samtali við Crime Nation. Heuermann hafi lagt mikið upp úr því að kynna sig sem aðal sérfræðinginn á svæðinu.

Árið 2010 ákvað Mary að segja starfi sínu lausu og bauð Heuermann henni þá að koma til starfa hjá honum.

„Hann sagðist ekki geta beðið eftir því að sjá svipinn á fyrrum yfirmanni mínum þegar sá kæmist að því að ég væri farinn að vinna fyrir Rex. Þeir áttu í einhvers konar óvinskap á þessum tíma. En mér leyst þó ekkert á þessa hugmynd. Mér fannst þetta hljóma ófagmannlega. Honum fannst hann vera að spila eitthvað valdatafl og ég átti bara að vera peð í miðju þess.“

Ískyggilegt að hugsa til baka

Mary segir Heuermann gjarnan hafa sagt sláandi hluti bara til að slá viðmælendur sína út af laginu. Hann hafi ítrekað rætt um safn sitt af skotvopnum og að hann stundaði það að veiða birni.

„Einu sinni sagði hann: Ég vona að þú sért ekki að hugsa um að fara, ég yrði þá að skjóta þig. Þetta var eitthvað sem Rex sagði bara til að espa fólk upp líklega. En þetta er mun alvarlegra þegar maður áttar sig á því að á þessum sama tíma var hann mögulega úti að drepa konur.“

Mary segir ógnvekjandi að hugsa til þess að á svipuðum tíma fundust líkamsleifar 10 einstaklinga við Gilgo-ströndina. Og að í dag hafi Heuermann verið ákærður fyrir að bera ábyrgð andláti fjögurra þeirra.

„Hann var aldrei stressaður, hann var aldrei að líta sér um axlir. Það finnst mér mjög truflandi.“

Þorðu ekki annað en að læsa

Mary afþakkaði því starfið hjá Heuermann og sneri sér að fjölmiðlastörfum. Hún hélt þó sambandi við fyrrum vinnufélaga og heyrði þá af reynslu annarra af Heuermann.

„Rex varð bara erfiðari með árunum,“ segir Mary og nefnir sem dæmi að aðstoðarforstjóri arkitektastofunnar hafi sagt skilið við Heuermann til að opna sitt eigið fyrirtæki. Við þetta hafi Heuermann orðið reiður. Eitt kvöldið hafi hann komið að nýja rekstrinum og starað þar inn um gluggann.

„Hún sá hann þarna niðri, bara að stara inn um gluggann. Það var engin þægileg útskýring á þeirri hegðun. Hvað var hann að gera? Þau enduðu. með að læsa því þau höfðu ekki hugmynd hverju hann gæti tekið upp á. Hann vildi bara segja henni skýrt: Ég veit hvað þú ert að gera og ég veit hvar þú ert.“

Annar fyrrum samstarfsaðili Heuermann steig eins fram á dögunum. Muriel Henriquez talaði við CBS fréttastofuna og sagðist ítrekað hafa heyrt Heuermann ræða um veiðar og hvað hann sé hrifinn af því að fá verðlaun fyrir veiðarnar.

„Að sitja fyrir bráð og sigra – hann elskar að sigra.“

Muriel segir að Heuermann hafi ásótt hana. Hún hafi ætlað í skemmtisiglingu á fertugsafmælinu og Heuermann hótað að elta hana uppi. Til að sýna henni hvers hann væri megnugur kom hann fyrir bréfi í káetu hennar, bara til að sanna að hann gæti haft uppi á henni hvar sem hún væri.

„Þar voru skilaboð sem á stóð – Ég sagði þér að ég gæti fundið þig hvar sem er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?