fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hún vaknaði eftir 23 mínútur? – Hvað gerðist á þessum mínútum?

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 04:30

Isabella vaknaði stórslösuð. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóvemberkvöld eitt á síðasta ári fannst Isabella Willingham, 21 árs, meðvitundarlaus á gólfinu í herbergi sínu á heimavist Asbury háskólans í Kentucky í Bandaríkjunum. Hún var með alvarlega áverka.

Þegar hún fannst hafði hún legið lífvana á gólfinu í 23 mínútur. En hvað gerðist áður en herbergisfélagi hennar fann hana? Það veit enginn að sögn NY Post.

Þegar sjúkraflutningamenn komu í herbergi Isabella blasti ófögur sjón við þeim. Isabella var með djúp sár á líkamanum, marbletti og fætur hennar voru bólgnir. Þá var búið að rífa gervineglur hennar af henni.

Hún lá á gjörgæsludeild í tvær vikur.

Málið hefur vakið mikla undrun og hvorki lögreglunni né háskólayfirvöldum hefur tekist að varpa ljósi á hvað gerðist þetta kvöld.

Andy Willingham, faðir Isabella, gagnrýnir lögregluna fyrir vinnu hennar og segir að lögreglan vinni út frá þeirri kenningu Isabella hafi hlotið áverkana þegar hún datt út úr rúminu. „Það er ekki fræðilegur möguleiki á að hún hafi hlotið áverkana á annan hátt en að einhver hafi veitt henni þá,“ sagði hann og gagnrýndi háskólayfirvöld einnig fyrir að taka málið ekki nægilega alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?