fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Foreldrar opnuðu kaffihús svo fósturbörnin þeirra fengju vinnu – „Þau eru frábærir kaffibarþjónar“ 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2024 20:00

Ryan og Sara Senters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með nokkra af bestu starfsmönnum bæjarins,“ segir Ryan Senters, en hann og eiginkona hans, Sara, eiga 11 börn. Níu þeirra eru fósturbörn sem hjónin hafa ættleitt. Hjónin stofnuðu veitingastaðinn og kaffihúsið Hanai í Laveen árið 2022, nokkrum árum eftir að þau stofnuðu sína eigin félagsþjónustu, sem þjónar nú um 500 börnum.

Kaffihúsið hjálpar börnum sem eiga í erfiðleikum þegar þau eldast út úr fósturkerfinu segir Ryan og í viðtali við people segist hann hafa fengið hugmyndina að kaffhúsinu eftir að hann tók eftir því að sumir af eldri börnunum sem hann var að vinna með glímdu við geðheilbrigðisvandamál, þar á meðal einn af sonum hans. „Hvernig gætum við búið til kerfi og stað sem myndi hjálpa honum og öðrum krökkum til að ná árangri?“ 

Hjónin, sem hafa verið gift í 17 ár, kynntust eftir að hafa unnið saman í frístundastarfi eftir skóla á meðan þau stunduðu háskólanám. Frá upphafi hefur það verið sameiginlegt áhugamál þeirra að aðstoða börn í fósturkerfinu. Þau urðu fósturforeldrar í fyrsta sinn eftir þau eignuðust frumburð sinn, og hafa tekið á móti fósturbörnum í 15 ár. Pima Johnson, eitt af fullorðnum börnum þeirra, hafði búið á sex fósturheimilum þegar hún kynntist Ryan 14 ára.

„Hann gekk bara inn á fósturheimilið mitt af handahófi og sagði: „Hæ, ég er Ryan,“ segir Johnson, sem er nú 25 ára,. Hún rifjar upp að þau hafi talað saman og Ryan bauð henni í kvöldverð með konu sinni og þá fjórum ungum börnum þeirra. „Ég varð ástfangin af krökkunum áður en mér líkaði við Ryan og Söru,“ segir Johnson sem hjónin ættleiddu þegar hún varð 16 ára.

Johnson er í dag gift og á ungbarn og segir hún að hjónin og fjölskylda þeirra hafi tekið henni með opnum örmum og leyft henni að sjá hversu blessuð hún var og kennt henni að elska lífið.

Árið 2016 stofnuðu hjónin umboðsskrifstofu sína, Ohana, sem þýðir „fjölskylda“ á hawaiísku og er virðingarvottur teiknimyndar Disney, Lilo & Stitch. 

„Við héldum að við gætum ekki haft fleiri börn á okkar eigin heimili, en við vildum geta búið þessum krökkum heimili og fjölskyldulíkt umhverfi,“ segir hann. Í dag eru þau með um 45 heimili víðsvegar um Arizona.

Menning Hawaii er einnig innblástur að nafni veitingastaðarins þeirra Hanai, sem þýðir „óformleg ættleiðing“ eða valin fjölskylda. Samkvæmt vefsíðu veitingastaðarins er „stórfjölskylda, nágranni eða þorp einstaklings þekkt sem Hanai þeirra og stígur í skarðið fyrir barn í neyð. Það er þessi þörf fyrir að stíga inn sem hefur haldið áfram að ýta undir starf hjónanna.

„Við þjálfum krakka í fósturkerfinu. Við gerum vinnuprógram með þeim, hjálpum þeim að læra félagslega færni og hvernig á að ná augnsambandi og fleiri grunnatriði. Við hjálpum þeim svo að halda vinnu og skila góðri vinnu.“

Að auki rennur hluti af ágóða staðarins til „fósturungmenna sem eru að leita að eilífu að heimilum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?