fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Setja „ónothæfan“ farsíma á markað

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 07:30

Þetta er síminn góði. Mynd:HMD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er varan sem enginn hefur beðið um en allir hafa eiginlega þörf fyrir. Þetta er nýr farsími frá HMD en þetta er Barbie samlokusími.

HMD Global, sem framleiðir nútímaútgáfur af Nokia-símum, hefur tekið höndum saman við leikfangaframleiðandann Mattel, sem á réttin að Barbie, um að setja þennan nýja bleika síma á markað. Unga kynslóðin er markhópurinn.

Ekstra Bladet segir að síminn muni kosta sem svarar til um 17.000 íslenskra króna en fyrir þá upphæð fær fólk allt það sem hægt er að ætlast til að farsími geti, það er að segja farsími sem var framleiddur 2003.

Það eru engin öpp, myndavélin er léleg á nútímamælikvarða, það er hægt að senda sms og auðvitað hringja.

Þetta er sem sagt gamaldags sími og er hann eiginlega uppgjör við snjallsímana og sífellt meiri skjátíma fólks.

HMD segir að síminn sé hugsaður sem „stafræn afeitrun“ og geti hugsanlega svarað því hvort „líf í plasti“ sé svo „frábært“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað
Pressan
Í gær

Ef það eru silfurskottur í húsinu þínu, þá skaltu lesa þetta

Ef það eru silfurskottur í húsinu þínu, þá skaltu lesa þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn