fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Setja „ónothæfan“ farsíma á markað

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 07:30

Þetta er síminn góði. Mynd:HMD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er varan sem enginn hefur beðið um en allir hafa eiginlega þörf fyrir. Þetta er nýr farsími frá HMD en þetta er Barbie samlokusími.

HMD Global, sem framleiðir nútímaútgáfur af Nokia-símum, hefur tekið höndum saman við leikfangaframleiðandann Mattel, sem á réttin að Barbie, um að setja þennan nýja bleika síma á markað. Unga kynslóðin er markhópurinn.

Ekstra Bladet segir að síminn muni kosta sem svarar til um 17.000 íslenskra króna en fyrir þá upphæð fær fólk allt það sem hægt er að ætlast til að farsími geti, það er að segja farsími sem var framleiddur 2003.

Það eru engin öpp, myndavélin er léleg á nútímamælikvarða, það er hægt að senda sms og auðvitað hringja.

Þetta er sem sagt gamaldags sími og er hann eiginlega uppgjör við snjallsímana og sífellt meiri skjátíma fólks.

HMD segir að síminn sé hugsaður sem „stafræn afeitrun“ og geti hugsanlega svarað því hvort „líf í plasti“ sé svo „frábært“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Í gær

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann