fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Dæmdur barnaníðingur réð börn til að setja jarðarför á svið

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 4. apríl 2024 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmdur barnaníðingur í Bretlandi hefur verið sakaður um að hafa ráðið leikara, allt niður í 13 ára gamla, til að setja á svið jarðarför.

Mirror greinir frá en í umfjölluninni kemur fram að maðurinn heiti Jacky Jahj og hafi árið 2016 verið dæmdur fyrir barnaníð.

Jahj er í dag 38 ára gamall og er sagður hafa notað vefsíðu, sem er sérstaklega notuð til að ráða í hlutverk í kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum, til að ráða börnin til að leika jarðarförina.

Talið er að Jahj hafi greitt 10.000 pund (1,8 milljón íslenskra króna) fyrir að halda útförina í kirkju í London, í síðasta mánuði. Þegar presturinn sem jarðsöng gerði sér grein fyrir að verið var að taka athöfnina upp og að syrgjendur væru leikarar og líkkistan væri tóm stöðvaði hann athöfnina þegar í stað.

Móðir 13 ára drengs sem Jahj réð til að leika í jarðarförinni segir að hann hafi beðið um mynd af drengnum sem hún hafi sent honum. Henni var sagt að koma með drenginn til London og sjá til þess að hann yrði svartklæddur. Jahj tjáði henni að drengurinn fengi 106 pund (18.562 íslenskar krónur) greitt fyrir hlutverkið en hún segir að sú greiðsla hafi enn ekki borist.

Hún gagnrýnir vefsíðuna, sem er sögð mjög þekkt í þessum geira, fyrir að hafa veitt Jhaj vettvang til að gabba foreldra. Hún segir skorta á öryggi í bransanum sem sé verulegt áhyggjuefni.

Hún veltir fyrir sér hvað hinn dæmdi barnaníðingur hafi ætlað sér að gera við upplýsingarnar um son hennar.

Ekki í fyrsta sinn

Hin skáldaða útför var kynnt með þeim hætti að verið væri að jarðsyngja 23 ára gamlan háskólanema frá Lettlandi sem hét Lauris Zaube en lík hans fannst í á í höfuðborg heimalands hans, Riga, en talið er að hann hafi fallið í ánna, eftir að hafa yfirgefið nýársteiti, og drukknað.

Jacky Jahj hefur áður lokkað til sín börn til að fá þau til að taka þátt í sviðsetningu á viðburðum.

Í desember 2023 setti hann á svið frumsýningu á kvikmynd og fékk 200 börn til að taka þátt.

Hann var dæmdur árið 2016 fyrir að brjóta kynferðislega á tveimur 15 ára stúlkum. Hann stundaði það líka að keyra bíl sínum nærri skóla í London og bjóða börnum far og áfengi. Jahj fór með þau börn sem hann náði að lokka til sín í partí þar sem jafnaldrar þeirra voru viðstaddir. Allt var þetta gert til að gera börnin meðfærilegri svo hann myndi eiga auðveldara með að brjóta á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað