fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Menntaskólanemar gerðu merka uppgötvun – Óvænt hegðun sem NASA vissi ekki af

Pressan
Laugardaginn 23. september 2023 18:00

Teikning af loftsteinunum og geimfarinu rétt fyrir áreksturinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september á síðasta ári klessti geimfar frá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA viljandi á loftsteininn Dimorphos. Þetta var hluti af DART-verkefni NASA og var ætlunin að sjá hvaða áhrif það hefði á loftsteininn að geimfarið klessti á hann.

Dimorphos er um 177 metrar á breidd og er á braut um annan loftstein, Didymos. Í umfjöllun New Scientist kemur fram að svo virðist sem Dimorphos virðist enn vera að hægja á sér eftir áreksturinn en það gengur þvert á spá NASA.

Menntaskólakennarinn Jonathan Swift og nemendur hans í menntaskóla einum í Kaliforníu fylgdust með Dimorphos í gegnum 0.7  metra stjörnusjónauka skólans síðasta haust og tóku eftir þessum óvæntu breytingum.

Nokkrum vikum eftir árekstur Dimorphos og geimfarsins sagði NASA að hægt hefði á snúningi Dimorphos um Didymos um 33 mínútur. En þegar Swift og nemendur hans fylgdust með loftsteininum mánuði eftir áreksturinn sáu þeir að snúningshraðinn var hægari en NASA hafði skýrt frá og hafði loftsteinninn þá hægt á sér um 34 mínútur.

Swift kynnti uppgötvun nemenda sinna á ráðstefnu American Astronomical Society í júní.

NASA staðfesti eftir það að Dimorphos hefði haldið áfram að hægja á sér í allt að einn mánuð eftir áreksturinn. Útreikningar NASA hljóða hins vegar upp á að hægt hafi á snúningnum um 15 sekúndur til viðbótar þeim 33 sem fyrst var greint frá, ekki heila mínútu eins og mælingar Swift og nemenda hans benda til. Segir NASA að mánuði eftir áreksturinn hafi snúningshraðinn verið kominn í jafnvægi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát