fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Skurðlæknir myrtur á læknastofu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 14:03

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skurðlæknir í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum var í gær skotinn til bana af sjúklingi á læknastofunni þar sem hann starfar. Að sögn the New York Post beið sjúklingurinn á stofunni í marga klukkutíma áður en hann myrti lækninn, Benjamin Mauck.

Morðið var framið í einu af skoðunarherbergjum læknastofunnar sem sérhæfir sig í bæklunarlækningum og er staðsett í bænum Collierville. Lögreglustjóri bæjarins sagði morðingjann aðeins hafa beint sjónum sínum að Mauck en hlíft öðru starfsfólki og sjúklingum.

Morðinginn skaut Mauck með skammbyssu og hljóp svo út af læknastofunni en lögreglan var þegar komin á staðinn og handtók hann. Nafn og aldur morðingjans hefur ekki verið gefið upp.

Sérsvið Mauck var bæklunaraðgerðir á olnbogum, höndum og úlnliðum. Hann hafði starfað á læknastofunni síðan 2012 og var nýlega á lista yfir bestu lækna á svæðinu.

Læknastofan sagði í yfirlýsingu atburðinn vera hryllilegan og missinn skelfilegan. Hugur og bænir allra á stofunni væru hjá fjölskyldu Mauck.

Hugsanlegur ástæður árásarinnar eru til rannsóknar en heyrst hefur að morðinginn hafi í um vikutíma fyrir árásina haft í hótunum við annan starfsmann læknastofunnar.

Stjórnmálamenn í Tennessee sem berjast fyrir hertri byssulöggjöf segja þetta enn eitt dæmi um morð sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með því t.d. að veita lagaheimildir fyrir því að neita manneskju um aðgang að skotvopni sem standi í hótunum við aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra