fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hann er lögmaður en hefur ekki leyfi til að kaupa áfengi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. desember 2023 20:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar víða hafa undanfarna daga fjallað um ungan mann að nafni Peter Park. Hann var aðeins 17 ára þegar hann stóðst nýlega það próf sem allir lögmenn í Kaliforníu ríki í Bandaríkjunum þurfa að standast til að fá leyfi til að flytja mál fyrir dómstólum í ríkinu. Park er yngsti maðurinn sem nokkurn tímann hefur staðist þetta próf og um leið og hann varð 18 ára fór hann að starfa sem saksóknari. Þess ber að geta að enn eru 3 ár þar til Park má kaupa sér áfengi en áfengiskaupaaldurinn í Bandaríkjunum er 21 ár.

Í umfjöllun San Francisco Chronicle kemur fram að Peter Park finnist sjálfum hann ekki vera neitt óvenjulegur.

Hann byrjaði fjarnám í lögfræði þegar hann var 13 ára. Hann varð 18 ára í síðastu viku og hóf þá störf hjá saksóknaraembættinu í Tulare-sýslu í Kaliforníu:

„Það er fólk þarna úti sem er gáfað eins og ég. Ég myndi ekki segja að ég væri einhver ofursnillingur. Ég myndi bara segja að ég væri nokkuð gáfaður. Það er fólk þarna úti eins og ég sem myndi vilja verða lögfræðingar 17 ára, hver myndi ekki vilja það, en veit bara ekki hvernig það á að fara að því.“

Park segir að faðir hans hafi bent honum fyrst á hvernig hann gæti orðið lögfræðingur svona ungur og Park segir að eftir samræður þeirra á milli hafi hann orðið sannfærður um að þetta væri rétta leiðin fyrir sig.

San Francisco Chronicle spyr hvort að maður með svo takmarkaða lífsreynslu ætti að fara með þau völd sem saksóknarar hafa. Með ákæruvaldi sínu geta saksóknarar breytt lífi fólks og haft mikil áhrif á dómskerfið.

Prófessor í lögfræði segist treysta því að nýliði í starfi saksóknara muni ekki glíma strax við flókin og alvarleg mál eins og t.d. morð. Svo ungur maður hljóti að vera látin læra smám saman í starfinu en hann minnir á að í Bandaríkjunum sé fólk sem er orðið 18 ára sent í stríð.

Talsmaður saksóknaraembættisins í Tulare-sýslu segir að embættið mismuni ekki umsækjendum á grundvelli aldrus og Park muni hljóta sams konar þjálfun og aðrir nýliðar.

Park telur ekki að ungur aldur hans muni skapa hindranir í nýja starfinu. Hann sótti skóla, á því skólastigi sem kallast high school í Bandaríkjunum og er ætlað 14-18 ára nemendum, í 2 ár en kláraði námið með því að standast tiltekið próf sem veitir fólki ígildi prófskírteinis úr high school. Hann stundaði lögfræðinámið meðfram því námi og stundaði því aldrei staðnám í háskóla.

Hann telur sig ekki hafa misst af miklu.

Systir Park sem er 16 ára er í miðjum klíðum við að fylgja fordæmi hans.

Faðir systkinanna hefur gefið út bók með leiðbeiningum um hvernig eigi að ljúka laganámi og standast málflutningsprófið 17 ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin