fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Eldri hjón létust með dularfullum hætti á lúxushóteli

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 16:30

Loftmynd af Hurghada í Egyptalandi þar sem hjónin létust /Wikimedia - Edal Anton Lefterov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk hjón á sjötugsaldri létust með nokkurra klukkustunda millibili eftir að hafa fundið undarlega lykt í herbergi sínu á fimm stjörnu hóteli í Egyptalandi.

Hjónin hétu John og Susan Cooper. Hann var 69 ára en hún 63 ára og þau voru að sögn bæði í góðu líkamlegu formi og við góða heilsu.

Í ágúst árið 2018 voru þau gestir á hótelinu Steigenberger Aqua Magic Hotel í borginni Hurghada sem stendur nærri Rauða hafinu. Þau veiktust bæði skyndilega og létust með nokkurra klukkustunda millibili.

Sérstök rannsókn fer nú fram í Bretlandi á dauða þeirra og vonast fjölskylda hjónanna eftir að rannsóknin muni veita þeim einhver svör um hvers vegna hjón við hestaheilsu dóu bæði svo skyndilega.

Dóttir hjónanna sem er 46 ára gömul segir að foreldrar sínir hafi hreyft sig mikið og iðkað íþróttir.

Þann 21. ágúst 2018 fengu þau bæði mikinn niðurgang og uppköst og dóu bæði síðar sama dag.

Dóttirin var, ásamt börnum sínum, með foreldrum sínum á hótelinu. Dótturdóttir hjónanna, sem þá var 12 ára, var með þeim í herbergi en móðir hennar ásamt öðrum börnum sínum gisti í öðru herbergi.

Dótturdóttirin segir að hún hafi beðið um að fá að færa sig yfir til móður sinnar eftir að sterk lykt sem minnti á myglusvepp gaus upp í kjölfar eftir að gert var daginn áður við loftkælinguna í herberginu. Hún segir að henni hafi verið bumbult og hún hafi orðið veik vegna lyktarinnar. Móðir hennar segir hins vegar ekki hafa orðið vör við að stúlkan væri veik þegar afi hennar fylgdi henni milli herbergja. Dótturdóttirin segist hafa farið beint í rúmið og að hún hafi náð sér á næstu dögum.

Morguninn eftir að dótturdóttir hjónanna yfirgaf herbergið þeirra komu þau ekki niður í morgunverðarsal hótelsins. Dóttir þeirra fór þá að athuga með þau. Faðir hennar kom til dyra. Hún segir hann hafa verið valtann á fótunum og skjögrað aftur inn í herbergið og svo fallið á rúmið. Móðir hennar hafi legið í rúminu og stunið.

Dóttirinn segir að í kjölfarið hafi ríkt ringulreið í herberginu. Tveir læknar voru kallaðir til og vinir fjölskyldunnar reyndu að hjálpa en hjónunum hrakaði hratt. Hringt var á sjúkrabíl en sagt að það myndi taka langan tíma að koma honum á staðinn þar sem trúarlegur frídagur væri í landinu

Var um eitrun að ræða?

Breskur hjúkrunarfræðingur sem var í sama ferðahópi og fjölskyldan tók yfir lífgunartilraunir á John. Konan bað um að komið yrði með hjartastuðtæki, súrefni og síðast en ekki síst sjúkrabíl. En þetta allt kom of seint.

John lést á hótelherberginu en Susan lést á sjúkrahúsi síðar um daginn.

Aðrir gestir á hótelinu sögðust hafa, daginn áður, séð að verið var að bregðast við því að veggjalýs voru í herberginu við hliðina á því sem Susan og John gistu í. Þrír menn sáust fara inn í herbergið með dósir og innsigla síðan hurðina á herberginu með einangrunarbandi þegar þeir yfirgáfu það.

Fólk sem var í sama ferðahóp og hjónin veiktist líka í maga og þurfti á lyfjum að halda þegar það snéri til baka til Bretlands.

Dótturdóttir hjónanna segir að eftir að þau voru látin hafi hún séð tvo menn bera það sem henni sýndist vera loftkælingartæki inn í herbergið sem þau gistu í og þegar hún hafi snúið aftur í herbergið til að sækja eigur sínar hafi hún fundið lykt af nýrri málningu.

Það var Mirror sem greindi frá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?