fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Hjón á eftirlaunum hafa siglt 51 ferð í röð með skemmtiferðaskipi – Ódýrara en að búa á elliheimili

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. október 2023 17:00

Marty og Jess Ansen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsku hjónin Marty og Jess Ansen eru að njóta lífsins á siglingu með skemmtiferðaskipinu Coral Princess og ekki aðeins í einni ferð heldur hafa þau bókað sig í 51 siglingu hverja á fætur annarri. 

Hjónin segjast lengi hafa haft gaman af siglingu með skemmtiferðaskipum, allt þar til heimsfaraldur kórónuveirunnar gerði hlé á slíku, ásamt fleiru. Hjónin voru því orðin óþreyjufull að komast aftur á flot og þegar tækifærið gafst gripu þau það og segjast ekki ætla að yfirgefa skipið aftur, nema þá til hinstu hvíldar. 

Í júní á síðasta ári fóru hjónin um borð í Coral Princess til að njóta hlaðborða, skemmtunar og borðtennisleikja og meira en ári síðar eru þau enn þá þar. 

Í viðtali við A Current Affair segir Marty að hann hafi sagt við ferðaþjónustaaðilann sinn að bóka siglingu um leið og þær kæmu aftur í sölu. Hjónin enduðu á að bóka 51 siglingu í röð, og munu þannig hafa dvalið lengur um borð en nokkur annar á skipinu, skipstjórinn þar með talinn.

Ren van Rooyen, hótelstjórinn um borð í Coral Princess skipinu, staðfestir að hjónin séu þeirra dyggustu viðskiptavinir.

„Við gerum alltaf grín að því að ég fer og kem aftur og það er eins og að koma til fjölskyldu minnar – mömmu og pabba aftur – þau eru eins og önnur mamma mín og pabbi um borð,“ segir Van Rooyen.

Í fargjaldinu sem hjónin greiða eru allar máltíðir innifaldar, auk daglegra þrifa á herberginu. 

Hjónin eru sannfærð um að dvöl þeirra á siglingu sé ódýrari en að vera á elliheimili, auk þess sem þau telja það ávinning að hafa sterk tengsl við starfsfólkið um borð.

Hjónin hafa komið sér upp daglegri rútínu um borð. Þau byrja hvern dag á klukkutíma í borðtennis saman. „Við gerum þetta saman og höfum mjög gaman af,“ segir Jess.

Hjónin eiga að baki um 450 daga stanslausa siglingu og segjast þau ætla að halda ferðunum áfram það sem eftir er ævinnar, svo lengi sem heilsan leyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hinn grunaði í máli Madeleine McCann sýknaður

Hinn grunaði í máli Madeleine McCann sýknaður
Pressan
Í gær

Grunaður raðmorðingi reyndist vera þrítug kona

Grunaður raðmorðingi reyndist vera þrítug kona
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar