fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Kaupsýslumaður þvældist fyrir umferð og myrti mann sem gerði athugasemd

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 15. október 2023 22:00

Geoffrey E. Hammond. Skjáskot-Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupsýslumaður í Portland í Bandaríkjunum skaut, síðastliðinn miðvikudag, mann til bana eftir harðar deilur þeirra á milli í umferðinni þar í borg. Að því loknu skaut maðurinn mann sem var að taka aðfarir hans upp á símann sinn. Er kaupsýslumaðurinn sagður hafa sýnt af sér það sem á ensku er kallað „road rage“.

Umræddur kaupsýslumaður heitir Geoffrey E. Hammond og er 46 ára gamall. Á myndbandinu úr farsímanum má sjá hann sitja í bifreið sinni og beina byssunni að manninum sem tók það upp, Samuel Gomez, á meðan maðurinn sem hann skaut til bana, Ryan Martin, lá í götunni.

Hammond skaut tveimur skotum á Gomez og hæfði annað þeirra þann síðarnefnda í annan fótlegginn. Eftir það keyrði Hammond á brott.

Á myndbandinu má sjá Hammond hlaða byssuna áður en skaut Gomez.

Atburðarásin, sem átti sér stað í miðborg Portland, hófst þegar Hammond stöðvaði bifreið sína fyrir framan hótel á þann hátt að hún var að hluta í vegi fyrir umferð annarra ökutækja.

Martin, sem var einu ári eldri en Hammond, kom akandi aftan að bifreið þess síðarnefnda og reyndi að biðja hann um að færa sig. Það þróaðist þó fljótt út í að mennirnir tveir voru farnir að senda hvor öðrum hið alþjóðlega og fjandsamlega tákn sem felst í því að kreppa hnefann en lyfta löngutöng, einum fingra, upp og beina því að þeim sem viðkomandi vill sýna fjandskap.

Martin steig þá út úr bifreið sinni og gekk að bifreið Hammond sem byrjaði þá að hlaða byssu sína. Hammond viðurkenndi þó fyrir lögreglunni að hann hefði strax séð að Martin var óvopnaður þegar sá síðarnefndi bankaði á glugga bifreiðar Hammond.

Óljóst er hvað fór nákvæmlega þeim á milli en vitni segjast hafa heyrt þá hrópa hvor á annan.

Því næst er Hammond sagður hafa skrúfað bílrúðuna niður og skotið Martin í brjóstið.

Lögreglan segir að þá hafi Martin grátbeðið Hammond um miskunn og sagt:

„Fyrirgefðu, ég var bara búinn að eiga erfiðan dag.“

Játaði strax

Hammond hafi þá reynt að skjóta Martin í annað sinn en byssan hafi staðið á sér.

Á meðan Hammond var að fikta við byssuna gekk Gomez út af hótelinu, þar sem hann hafði sótt ráðstefnu, og sá Hammond með byssuna og Martin liggja lífvana í götunni. Gomez tók þá upp farsíma sinn og byrjaði að taka upp myndband. Þegar Hammond sá Gomez vera að taka upp náði hann að koma byssunni í lag og skjóta þann síðarnefnda. Eins og áður segir náði Gomez því augnabliki á myndband.

Fyrra skotið fór í gegnum annan fótlegg Gomez og í hinn en við það brotnaði bein í þeim fótlegg. Seinna skotið hæfði ekki Gomez sem lifði árásina af.

Gomez segist þakklátur fyrir að hafa lifað af. Ryan Martin var hins vegar úrskurðaður látinn á vettvangi.

Þótt hann hafi flúið af vettvangi hringdi Hammond í neyðarlínuna og viðurkenndi að hafa skotið mennina. Hann sagði við neyðarlínuna að Martin hefði ógnað honum og að Gomez hefði getað verið vopnaður. Hammond sagðist hafa haldið að Gomez hefði verið að undirbúa árás á sig.

Hammond sýndi litla eftirsjá.

Lögreglan segist hafa rætt við fjölda vitna og skoðað þó nokkrar myndbandsupptökur og ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að réttlætanlegt hafi verið að Hammond varð Martin að bana.

Hammond á yfir höfði fjölda ákæra meðal annars fyrir morð og morðtilraun. Hann er sagður hafa breytt nafni sínu nýlega í Geoffrey E. Hammond en hafa áður heitið Jeffrey Edward Mandalis. Jeffrey Edward Mandalis er á sakaskrá í Illinois ríki fyrir meðal annars líkamsárás, skemmdarverk og heimilisofbeldi.

Hammond óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í maí síðastliðnum og hætti þá rekstri fyrirtækis síns.

Það var New York Post sem greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi