fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Sextán ára tvíburasystur fundust látnar í Noregi – Tveir í haldi lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 06:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags fundust tvíburasysturnar Mina Alexandra og Mille Andrea Hjalmarsen, 16 ára, látnar í húsi í Spydeberg. Þriðja stúlkan, jafnaldra þeirra, var þungt haldin þegar lögreglan kom á vettvang og var flutt á sjúkrahús þar sem hún dvelur enn. Talið er að tvíburasysturnar hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna.

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. Annar var handtekinn á vettvangi.  Síðdegis í gær var annar maður handtekinn grunaður um að hafa selt systrunum fíkniefni. VG skýrir frá þessu.

Lögreglan segir að tilkynning hafi borist til neyðarlínunnar um að tvær lífvana unglingsstúlkur hafi fundist í húsi í Spydeberg. Lögregla, læknir og sjúkraflutningsmenn voru strax sendir á vettvang. Reynt var að lífga stúlkurnar við með hjartahnoði en án árangurs.

Maðurinn, sem var á vettvangi, er á þrítugsaldri og var hann handtekinn, grunaður um að hafa ekki komið stúlkunum til bjargar. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt þriðju stúlkuna var kærunni á hendur manninum breytt í manndráp af gáleysi.

Hinn maðurinn er grunaður um að hafa selt fíkniefnin sem urðu systrunum að bana en þær létust heima hjá honum.

Í norskum fjölmiðlum hefur komið fram að systurnar voru í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur
Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“