En þrátt fyrir þetta áttu ekki að drekka kaffi hvenær sem er. Flestir vita eflaust að það er kannski ekki svo góð hugmynd að drekka kaffi á kvöldin því koffínið getur gert þér erfitt fyrir við að sofna og það er auðvitað ekki gott.
Ef þú ert vön/vanur að drekka kaffi strax eftir að þú ferð á fætur, þá ættirðu kannski að íhuga að hætta því. Eftir því sem segir í umfjöllun Berlingske þá getur það haft heilsufarsvandamál í för með sér að drekka kaffi fljótlega eftir að farið er á fætur.
Þegar við vöknum byrja líkaminn og heilinn að vakna alveg, óháð því hvort við fáum kaffi eður ei.
Ef við skellum svo kaffibolla, eða tveimur, í okkur á fyrstu 90 mínútum dagsins eykur það stressstig líkamans og það ekki lítið.
Í raun tvöfaldar þú magn stresshormóna í líkamanum ef þú drekkur kaffi á fyrstu 90 mínútunum eftir að þú vaknar. Þetta getur valdið því að þú finnir fyrir óróleika eða kvíða á morgnana eða fyrripart dagsins.
Morgunkaffi getur einnig valdið því að þú byggir upp þol gegn koffíni.
Það er því kannski best að bíða í 90 mínútur, eftir að farið er á fætur, með að fá sér kaffi.