fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Fundu rúmlega 60 kíló af sprengiefni í bíl í miðborg Stokkhólms

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis síðasta föstudag stöðvaði lögreglan akstur bíls í miðborg Stokkhólms. Í farangursrými hans fundust rúmlega 60 kíló af sprengiefni. Karl og kona voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í kjölfarið.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að aðgerðir lögreglunnar hafi byrjað um klukkan 16 á föstudaginn. Þær hafi byggst á rannsóknarvinnu hennar dagana á undan. Akstur bílsins var stöðvaður á Gjörwellsgatan og var stóru svæði lokað af á meðan sprengjusérfræðingar leituðu í bílnum. Á meðan beið fjöldi sjúkrabíla og slökkviliðsbíla álengdar.

Karl á þrítugsaldri og kona á fertugsaldri voru handtekin. Maðurinn ók bílnum og konan var farþegi í honum.

Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit heima hjá konunni. Þar fundust nokkur hundruð kíló af fíkniefnum. Segir Aftonbladet að heimilinu hafi verið lýst sem „fíkniefnamiðstöð“.

Ekki er vitað hvað þau ætluðu sér með sprengiefnið en bæði neita sök hvað varðar vörslu og meðferð sprengiefnisins og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja