fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Fundu rúmlega 60 kíló af sprengiefni í bíl í miðborg Stokkhólms

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis síðasta föstudag stöðvaði lögreglan akstur bíls í miðborg Stokkhólms. Í farangursrými hans fundust rúmlega 60 kíló af sprengiefni. Karl og kona voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í kjölfarið.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að aðgerðir lögreglunnar hafi byrjað um klukkan 16 á föstudaginn. Þær hafi byggst á rannsóknarvinnu hennar dagana á undan. Akstur bílsins var stöðvaður á Gjörwellsgatan og var stóru svæði lokað af á meðan sprengjusérfræðingar leituðu í bílnum. Á meðan beið fjöldi sjúkrabíla og slökkviliðsbíla álengdar.

Karl á þrítugsaldri og kona á fertugsaldri voru handtekin. Maðurinn ók bílnum og konan var farþegi í honum.

Í kjölfar handtökunnar var gerð húsleit heima hjá konunni. Þar fundust nokkur hundruð kíló af fíkniefnum. Segir Aftonbladet að heimilinu hafi verið lýst sem „fíkniefnamiðstöð“.

Ekki er vitað hvað þau ætluðu sér með sprengiefnið en bæði neita sök hvað varðar vörslu og meðferð sprengiefnisins og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum