fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Rússneskur rafmyntabarón fór í sumarfrí – Það voru mistök

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 08:00

Rafmynt er vinsæl hjá sumum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Aleksandr Vinnik, rússneskur rafmyntabarón, framseldur frá Grikklandi til Bandaríkjanna. Þá hafið verið unnið að framsali hans í rúmlega fimm ár. Hann er ákærður fyrir að hvítþvegið rúmlega fjóra milljarða dollara.

Þetta er ekki eitthvað hornsíli sem Bandaríkjamenn fengu framselt þarna, Vinnik er sannkallaður stórlax, ekki síst í ljósi þeirrar miklu spennu sem ríkir á milli Bandaríkjanna og Rússlands þessa dagana.

Í fréttatilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu er haft eftir Kenneth A. Polite, varadómsmálaráðherra, að framsalið sýni hversu mikla áherslu bandarísk yfirvöld leggja á baráttuna gegn netglæpum. Hann þakkaði grísku ríkisstjórninni fyrir þeirra þátt í að tryggja framsalið til Bandaríkjanna.

Samkvæmt ákærunni stóð Vinnik á bak við rafmyntamarkað sem hann græddi vel á með því að leyfa glæpamönnum að hvítþvo rúmlega fjóra milljarða dollara.

Honum varð það á að fara í frí til Grikklands þar sem hann var handtekinn. Lögreglumaður náði að dreifa athygli hans á meðan annar náði farsíma hans. Í honum voru upplýsingar sem urðu honum að falli.

Í kjölfarið ákærðu bandarísk yfirvöld hann fyrir að hafa tekið við greiðslum frá afbrotamönnum. Peninganna öfluðu glæpamennirnir með tölvuárásum, einkennaþjófnaði, fíkniefnasölu og skattsvikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill