fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ungir ástralskir lögreglumenn drepnir í fyrirsát – Lýst sem hreinni aftöku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 07:09

Frá vettvangi í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir ástralskir lögreglumenn féllu í skotbardaga í Queensland í gær. Auk þeirra létust fjórir til viðbótar.

Lögreglan skýrði frá þessu í tilkynningu að sögn AFP. Formaður stéttarfélags lögreglumanna lýsir drápunum á lögreglumönnunum sem „aftöku“.

„Að vita að þeir séu ekki lengur meðal okkar eftir miskunnarlausa og skipulagða aftöku sýnir vel þá hættu sem við stöndum frammi fyrir dag hvern,“ sagði Ian Leavers, formaður stéttarfélags lögreglumanna, í samtali við ABC fréttastofuna.

Skömmu eftir hádegi í gær fóru lögreglumenn, sem voru að rannsaka mannshvarf, að húsi í bænum Wieambilla. Þar virðist hafa verið setið fyrir þeim og til skotbardaga kom. Tveir lögreglumenn féllu, einn særðist og einn náði að komast á brott við illan leik.

Wieambilla er um 300 km frá Brisbane og þar búa tæplega 100 manns.

Auk lögreglumannanna lést einn almennur borgari og þrír grunaðir. Lögreglan skaut hina grunuðu til bana í gærkvöldi.

Lögreglumennirnir sem létust hétu Rachel McCrow, 26 ára, og Matthew Arnold, 29 ára. Þau áttu ekki langan starfsferil að baki.

Lögreglan segir að sérsveit hafi komið á vettvang í kjölfar skotbardagans og hafi fellt hina grunuðu í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir