fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Pressan

Bandaríkin senda B-52 sprengjuflugvélar til Ástralíu – Geta borið kjarnorkuvopn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 07:30

B52 sprengjuflugvél að lenda í Katar. Mynd:Bandaríkjaher

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld ætla að senda allt að sex B-52 sprengjuflugvélar til norðurhluta Ástralíu og staðsetja þær í herstöð þar. Vélar af þessari tegund geta borið kjarnorkuvopn.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin á sama tíma og spennan á milli Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, sérstaklega vegna Taívan.

Aðstaða verður sett upp fyrir vélarnar í Tindal herstöð ástralska flughersins, um 250 km sunnan við Darwin sem er í Northern Territory, sem gegnir oft hlutverki þegar kemur að samstarfi ástralska og bandaríska hersins.

Mörg þúsund bandarískir sjóliðar fara árlega til þjálfunar og sameiginlegra æfinga með ástralska hernum á þessu svæði. Þetta hefur verið gert síðan löndin sömdu um þetta á valdatíð Barack Obama.

Á síðasta ári sömdu Bandaríkin, Bretland og Ástralía um öryggismál, svokallaður AUKUS-samningur, sem tryggir Áströlum tækni til að gera út kjarnorkukafbáta.

Ástralar hýsa Pine Gap gervihnattaeftirlitsstöðina í miðju landsins en hún er að hluta rekin af CIA og NSA. Sumir hafa nefnt hana „ástralska Area 51“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?