fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Hundurinn urraði á barnapíuna – Síðan gerðu foreldrarnir skelfilega uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 22:00

Elska hundar fólk?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundurinn Killian er sannkölluð hetja. Það geta eigendur hans, hjónin Benjamin og Hope Jordan sem búa í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, borið vitni um. Þau réðu Alexis Khan, 22 ára, til að gæta sjö mánaðar sonar þeirra á meðan þau væru í vinnu.

En í hvert sinn sem Alexis kom til starfa byrjaði Killian að urra og síðar kom í ljós að það var ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun WCSC-TV, sem er frá 2013, kemur fram að eftir nokkurn tíma hafi foreldrana farið að gruna að ekki væri allt með felldu og átti hegðun Killian þar stóran hlut að máli. Hann urraði alltaf að Alexis og sýndi af sér árásargjarna hegðun.

„Um fimm mánuðum eftir að við réðum hana tókum við eftir að hundurinn verndaði son okkar mjög mikið þegar hún kom heim til okkar,“ sagði Benjamin og bætti við að það hafi meira að segja þurft að halda Killian frá Alexis nokkrum sinnum til að hann réðist ekki á hana.

Killian og Finn er vel til vina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi undarlega hegðun Killian gerði foreldrana taugaóstyrka og því ákvað Hope að setja farsíma undir sófann og taka upp hvað gerðist í húsinu þegar þau væru í vinnu og Alexis væri með son þeirra, Finn.

Þá kom skelfilegur sannleikurinn í ljós. Á upptökunum heyrðist að Alexis sló Finn og öskraði á hann. „Þetta byrjaði með gráti og síðan heyrðum við smell og grátur hans breyttist úr ótta í sársauka. Mig langaði bara að teygja mig til hans í gegnum upptökuna, fara aftur í tímann og taka hann í fangið,“ sagði Benjamin.

Hope og Benjamin höfðu samband við lögregluna og Alexis var handtekin.

Hún viðurkenndi að hafa misþyrmt Finn og var dæmdi í eins árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir