fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Hver er dularfulla konan sem sést æ oftar með Kim Jong-un?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 21:00

Hver er konan? Mynd:Phuong DPRK Daily

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu mánuðum hefur kona ein sést æ oftar á ljósmyndum af Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Hún er alltaf snyrtilega klædd og með svarta tösku. Ekki er vitað hver konan er.

Svo virðist sem hún sé ný í innsta hring einræðisherrans að sögn The Guardian. Hún sást síðast í síðustu viku á stórum útitónleikum og einnig sást til hennar á þingi landsins nýlega.

Norðurkóreskir fjölmiðlar, sem eru allir undir stjórn einræðisstjórnarinnar, hafa birt myndir og upptökur, þar sem konan sést, að undanförnu. Stundum hefur hún verið við hlið einræðisherrans og stundum í bakgrunni.

Vefsíðan NK News, sem fylgist náið með stöðu mála í Norður-Kóreu, tók fyrst eftir henni í febrúar og hefur fylgst með henni síðan.

Konan er talin vera á fertugs- eða fimmtugsaldri. Getgátur hafa verið uppi um að hún sé hugsanlega systir einræðisherrans en talið er að hann eigi að minnsta kosti tvær hálfsystur, Kim Sol-song og Kim Chun-song, sem fæddust báðar á áttunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát