fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Dagmamma dæmd í sjö ára fangelsi fyrir manndráp

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 08:00

Hann var sýknaður af ákæru um tvö morð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Herning í Danmörku dæmdi í gær dagmömmuna Ellen-Marie Linneberg Johansen í sjö ára fangelsi fyrir manndráp. Hún var fundin sek um að hafa banað 15 mánaða stúlku sem var í gæslu hjá henni í nóvember 2019.

Johansen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu 15 mánuði. Litla stúlkan var í gæslu hjá henni í nokkra daga í nóvember 2019 á meðan dagmamma hennar var í fríi.

Fjórir af sex ólöglærðum dómendum og allir þrír löglærðu dómararnir voru sammála um að Johansen hefði valdið dauða stúlkunnar með því að hrist hana harkalega og slá utan í eitthvað. Hún var tvíhöfuðkúpubrotin og blóð hafði safnast fyrir í heila hennar.

Johansen sagði fyrir dómi að stúlkan hafi skyndilega verið undarleg í háttum og hafi hún þá hringt í foreldra hennar sem komu strax og fóru með hana á sjúkrahús. Þar lést hún daginn eftir. Johansen þvertók fyrir að hafa beitt stúlkuna ofbeldi.

Johansen var ákærð fyrir morð en manndráp til vara. Dómararnir töldu ekki að um morð væri að ræða en töldu hana hafa gerst seka um manndráp.

Hún var dæmd í sjö ára fangelsi. Hún áfrýjaði dómnum samstundis til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri