fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Kaffidrykkjufólk á hugsanlega lengra líf fyrir höndum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 09:00

Kaffi er hollt í hóflegu magni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk, sem drekkur kaffi í hóflegu magni, á hugsanlega lengra líf fyrir höndum en þeir sem ekki gera það. Með hóflegu magni er átt við allt að 3 ½ bolla á dag og má jafnvel nota smá sykur út í það.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í Annals of Internal MedicineWashington Post skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir fylgdust með kaffineyslu og heilsufari 171.616 þátttakanda í um sjö ár. Meðalaldur þeirra var tæplega 56 ár og voru þeir hvorki með krabbamein né hjarta- eða æðasjúkdóma þegar rannsóknin hófst.

Vísindamennirnir komust að því að þeir sem drukku 1 ½ til 3 ½ bolla af kaffi á dag voru í 30% minni hættu á að deyja á rannsóknartímanum af hvaða dánarorsök sem var, þar á meðal úr krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum, en þeir sem drukku ekki kaffi. Ekki skipti máli hvort þátttakendurnir drukku sykrað eða ósykrað kaffi nema hvað sykurmagnið mátti ekki vera meira en ein teskeið á bolla.

Ekki skipti neinu máli hvernig kaffi var drukkið, skyndikaffi, hefðbundið eða koffínlaust. Ekki liggur fyrir hvort það skipti máli hvort fólk noti gervisætuefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum