fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Svona oft á að fara í bað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft ferð þú í bað eða sturtu? Ert þú manngerðin sem fer í bað einu sinni eða oftar á dag? Eða ert þú manngerðin sem fer ekki í bað nema nauðsyn krefji?

Ef þú ert önnur þessara manngerða þá eru baðvenjur þínar ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga. Þeir segja að það sé nóg að fara í bað tvisvar í viku.

Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar. Time.com skýrði frá þessu. Fram kemur að Elaine Larson, smitsjúkdómasérfræðingur við Columbia University School of Nursing, segi að engin ástæða sé til að fara daglega í bað. Larson vann að rannsókninni.

„Fólk heldur að það fari í bað af hreinlætisástæðum eða til að verða hreinna en út frá bakteríufræði er það ekki þannig. Bað fjarlægir lykt, ef það er ólykt af þér eða þú varst á æfingu,“ sagði hún og bætti við að það sé mikilvægara að muna að þvo sér reglulega um hendurnar og það vel.

C. Brandon Mitchell, prófessor í húðsjúkdómafræði við George Washington University, sagði að ef fólk vilji endilega fara í bað daglega eigi það að einbeita sér að mikilvægustu svæðunum, ekki öllum líkamanum því sum svæði geti ofþornað. Hann sagði að mikilvægast sé að þvo handarkrikana, endaþarminn og kynfærin því þetta séu þau svæði sem framleiði sterkustu lyktina. Restin af líkamanum þarfnist ekki sápuþvottar daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri