fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Náði að rífa sig lausan úr kjafti krókódíls

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi frá saltvatnskrókódíl sem hafði læst kjaftinum utan um handlegg hans. Maðurinn var að synda í gljúfri í Adel‘s Grove í Queensland í Ástralíu þegar krókódíllinn læsti tönnunum í annan handlegg hans.

Maðurinn var í mótorhjólaferð um Lawn Hill þjóðgarðinn þegar hann ákvað að fá sér sundsprett í gljúfrinu á sunnudaginn. Hann sagði viðbragðsaðilum að hann hefði „glímt“ við krókódílinn áður en honum tókst að sleppa frá honum.

Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Ástand hans er sagt stöðugt en hann er með áverka á handlegg, höndum og fæti.

The Guardian hefur eftir Greig Allan, þyrluflugmanni, að maðurinn hafi verið mjög kvalinn og bitsárin hafi verið mjög djúp. „Sjúklingurinn sagði okkur að krókódíllinn hefði verið tveggja til þriggja metra langur, svo hann er heppinn að hafa sloppið lifandi,“ sagði Allan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás