fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Mikið umfang stríðsglæpa í Mjanmar að sögn SÞ

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 07:30

Mótmælendur minnast mótmælanda sem herinn skaut til bana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega hafa rúmlega 1.000 manns verið drepnir af stjórnarhernum í Mjanmar og hugsanlega er um stríðsglæpi eða brot gegn mannkyni að ræða. Þetta segja rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsaka þróun mála í landinu.

Hlutverk þeirra er að afla gagna um alvarleg afbrot af þessu tagi á heimsvísu. Nicholas Koumijan, sem stýrir vinnu rannsakendanna, segir að því miður bendi þær skýrslur sem borist hafa til þess að rúmlega 1.000 manns hafi verið drepnir við kringumstæður sem megi hugsanlega flokka sem stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu. Hann sagði enn sé verið að rannsaka hver eða hverjir beri ábyrgð á þessum voðaverkum.

Herinn tók völdin í Mjanmar þann 1. febrúar á síðasta ári.

Á fyrstu vikunum eftir valdaránið mótmælti fólk af krafti en síðan dró úr mótmælunum því öryggissveitir gengu hart fram gegn mótmælendum. SÞ telja að minnst 1.500 manns hafi verið drepnir af hernum síðan hann tók völdin. Mörg þúsund til viðbótar gætu hafa látist í átökum sem hafa orðið í kjölfar valdaránsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt