fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 07:00

Sondra Theodore og Hugh Hefner 1979. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var eins og sértrúarsöfnuður. Konurnar voru sannfærðar um að þær væru hluti af fjölskyldu hans. En raunverulega taldi hann sig eiga þær. Það voru leikfélagar sem tóku of stóran skammt, sem tóku eigið líf.“ Þetta segir Miki Garcia, sem var almannatengill Playboy, fyrirtækis Hugh Hefner, um það sem gerðist í Playboyhöllinni svokölluðu.

Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd, Secrets of Playboy, þar sem margir fyrrum íbúar Playboyhallarinnar og starfsfólk segir frá hinu daglega lífi þar sem einkenndist af eiturlyfjaneyslu og hópkynlífi og margskonar kynsvalli.

Sondra Theodore, sem er 65 ára, er fyrrum Playboyfyrirsæta og leikkona og hún hefur ekki fagrar sögur að segja af Hefner og lífinu í höllinni. Hún og Hefner byrjuðu að stinga saman nefjum í lok áttunda áratugarins en ekki leið á löngu þar til ofnotkun Hefner á kókaíni og kynlífi setti svo sannarlega mark sitt á hversdagslífið. „Að lokum var ég hrædd við hann. Það var ekki hægt að fullnægja honum. Hann vildi meira og meira og meira. Það var hópkynlíf minnst fimm kvöld í viku. Það var handrit, honum fannst gaman að stjórna og þú vékst ekki frá því, því þú sást að það pirraði hann,“ segir hún í myndinni að sögn Daily Mail.

Á hverju kvöldi varð hún að „vera með sömu sýninguna“ þar sem hún og Hefner buðu nýjar stúlkur velkomnar í fjölskylduna. En allt var þetta lygi. „Ég sá stúlku eftir stúlku birtast, saklausar, fallegar og fegurð þeirra skolaðist bara á brott. Við vorum ekkert í hans augum. Hann var eins og blóðsuga. Hann saug lífið úr þessum stúlkum áratugum saman,“ segir hún í myndinni og bætir við: „Þessi reynsla braut mig algjörlega, eins og þú brýtur hest niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli