fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Bandarískir öfgahægrimenn dást að valdatöku Talibana í Afganistan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 06:59

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan í kjölfar brotthvarfs herliðs Vesturlanda undir forystu Bandaríkjanna. Valdataka þeirra hefur valdið miklum áhyggjum víða um heim en meðal ákveðinna hópa bandaríska öfgahægrimanna er henni fagnað.

Á spjallsíðum hvítra öfgahægrimanna í Bandaríkjunum er valdatökunni fagnað að sögn CNN. Notendur þessara síða eru oft fólk sem telur hvítt fólk öðrum kynþáttum æðra.

CNN segir að þetta fólk dáist að árangri Talibana í baráttunni við alþjóðlegt herlið. Þessi ánægja öfgasinnanna með Talibana veldur ákveðnum áhyggjum hjá bandarískum yfirvöldum sem hafa meðal annars áhyggjur af hvernig öfgahægrimenn muni taka á móti þeim Afgönum sem koma til landsins.

CNN hefur komist yfir upptöku af símtali John Cohen, sem er yfirmaður í njósna- og greingardeild heimavarnarráðuneytisins, við lögreglumenn. Þar segir hann að ráðuneytið hafi áhyggjur af ummælum öfgahægrimanna og að þetta muni verða til þess að þeir ráðist á samfélög innflytjenda eða ákveðna trúarhópa.

Samtökin SITE, sem fylgjast með umsvifum öfgasinna á netinu, segja í nýjasta fréttablaði sínu að bandarískir öfgahægrimenn líti á valdatöku Talibana sem „kennslustund í ættjarðarást, frelsi og trú,“.

„Þeir tóku völdin, innleiddu trú sína sem lög og tóku þá af lífi sem voru ósammála. Ef hvítir menn á Vesturlöndum væru jafn kjarkaðir og Talibanar væri okkur ekki stjórnað af gyðingum eins og nú,“ hafa öfgahægrimenn meðal annars skrifað á spjallsíður sínar að sögn SITE.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar